Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Page 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 15 Kynning: Stefán Karlsson PhD Stefán Karlsson er fæddur á Akureyri 31. maí 1950 og útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Is- lands 1976. Á árunum 1977-1979, að loknu kandí- datsári, starfaði hann við Blóðbankann í Reykja- vík en fór síðan til doktorsnáms í erfðafræði við University College í London, þaðan sem hann lauk prófi 1982. Frá 1983 hefur hann starfað við National Institutes of Health í Bethesda í Banda- ríkjunum, þar af frá 1988 sem forstöðumaður, (acting chief) á Molecular and Medical Genetic Section. Developmental and Metabolic Neuro- logy Branch, NINDS. Stefán hefur verið farsæll í starfi sínu og náð miklum árangri og alþjóða viðurkenningu á stutt- um tíma fyrir rannsóknarstörf sín. Pau liggja á sviði genastjórnunar, genaflutninga til blóðmynd- andi fruma með veiruferjum og stofnfruma fóstra. Þá hefur hann unnið rannsóknarstörf á sviði blóðmyndunar og rannsakað sjúkdóma er tenjyast geymslugöllum liposoma. Á rannsóknarstofu sinni hefur Stefán þjálfað vænan hóp yngri vísindamanna og farið vfða um heim til erindaflutnings um rannsóknir sínar. Hann hefur hlotið fjölda styrkja fyrir rannsóknir sínar og skal nefnt í tímaröð; sérstakur styrkur frá íslenska menntamálaráðuneytinu, Vísindasjóði, styrkur frá British Council í London, rannsóknar- viðurkenning frá the Lawson-Tait Medical and Scientific Reasearch Trust, Jackson Lewis schol- arship and Elliot Blake studentship frá University College of London og rannsóknarstyrk frá The Cystic Fibrosis Research Trust í London 1982. Frá 1987 hefur hann unnið á rannsóknarstyrk frá The National Goucher Foundation í Bandaríkjunum. Þá hefur Stefán skipað sér í hóp þeirra vísinda- manna, er meta greinar fyrir þekkt vísindatímarit svo sem Blood, Experimental Hematology, Human Gene Theraphy, American Journal of Human Genetics og Proceedings of National Academy of Science, U.S.A. Auk þess yfirfer hann styrkumsóknir fyrir National Institutes of Health og Medical Research Counsil of Canada. Óþarfi er að taka fram að Stefán hefur skrifað fjöldann allan af greinum í fræðitímarit og kynnt vinnu sína á ráðstefnum um allan heim eins og við á. Læknafélagi íslands og íslenskum læknum er mikill akkur í því að fá að hlýða á Stefán skýra frá rannsóknum sínum, sem þátt í hátíðahöldum vegna 75 ára afmælis Læknafélags íslands. Stefán er ungur íslenskur vísindamaður, sem hefur valið að búa í Bandríkjunum með konu sinni og tveim- ur börnum. Hróður hans hefur farið víða og þó hann hafi fallið vel inn í fremstu röð bandarískra vísindamanna, þá erum við hreykin af árangri hans sem íslendings. Kristján Erlendsson varaformaður L.I.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.