Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24 25 Brjóstakrabbamein, ónæmiskerfið og horfur. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir og Helgi Sigurðsson. Krabbameinslækningadeild Landspítalans. E 16 Það reynist erfitt að spá fyrir um horfur kvenna sem fá bijóstakrabbamein. Stærð æxlis, fjöldi jákvæðra eitla og hormónaviðtakar flokka konur í áhættuhópa. í áratugi hafa menn velt fyrir sér hvort frumur ónæmis- kerfisins geti haldið æxlisfrumum í skefjum. Við unnum að því fyrir nokkrum árum, á rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélags íslands, að kanna samskipti hvítra blóðkoma og bijóstakrabbameinsfruma í rækt. Þegar þetta er skrifað er hálfnað það verk að ná saman upplýsingum um afdrif 52 kvenna sem greindust fyrir 2 til 5 árum síðan. Þær eiga það sameiginlegt að fyrir liggja upplýsingar úr tilraunum um viðbrögð ónæmiskerfisins við æxlisfrumunum eða það hvaða áhrif hvít blóðkom hafa á vaxtarhraða æxlisræktanna. í öllum tilfellum er þekkt tjáning vefjaflokkasameinda. Sjö af 25 konum sem þegar hafa fengist upplýsingar um hafa fengið fjarmeinvörp og tvær þeirra em látnar. Almennt virðist tjánig þessara æxla á vefjaflokkasameindum minni en í æxlum þeirra kvenna sem em friar við sjúkdóm f dae,________________________ _________________________________________________________ Að meðaltali hafði konunum verið fylgt eftir í um fjögur ár. Marktæk verri heildarlifun var hjá konum sem vom skomar E 17 upp í follicular fasa tíðahringsins (dagur 1-14) samanborið við aðra fasa hans (p=0,03), en munurinn var ekki marktækur varðandi sjúkdómsfría lifun. Styrkur testósteróns á aðgerðardegi reyndist hafa forpárgidi um sjúkdómsfría lifun kvennanna, en um 80% þeirra sem höfðu lágt testosteróngildi á aðgerðardegi höfðu engin merki um sjúkdóminn við síðustu skoðun, en aðeins um 50% kvenna með há testósteróngildi vom sjúkdómsfríar (p=0,008). Um 30% kvenna sem vom í follicular fasa á aðgerðardegi þegar farið er eftir uppgefnum fyrsta degi síðustu tíða og lengd tíðahrings vom samkvæmt hormónamælingum í öðmm fösum tíðahringsins. Testósterón styrkur virtist tengjast minni tjáningu prógesterónviðtaka, önnur áhrif hormóna á viðtaka vom ekki sjáanleg. Niðurstöðumar benda til þess að tímasetning aðgerðar geti haft áhrif á horfur kvenna með bijóstakrabbamein. Konur í follicular fasa tíðarhringsins virtust í meiri áhættu að sjúkdómurinn tæki sig upp aftur. Hár styrkur testósteróns virðist einnig auka þá áhættu og geta greint þær konur sem em í hættu á að sjúkdómurinn taki sig upp að nýju. Við bendum einnig á hversu ónákvæmar upplýsingar fást ef eingöngu er farið eftir uppgefnum fyrsta degi síðustu tíða og lengd tíðahrings, eins og raunin hefur verið í flestöllum fyrri rannsóknum sem fjallað hafa um þetta efni. HAFA HORMÓNAR í SERMI KVENNA MEÐ BRJÓSTAKRABBAMEIN ÁHRIF Á HORFUR? Halla Skúladóttir', Helgi Sigurðsson, Matthías Kjeld, Helga Ögmundsdótir, Laufey Tryggvadóttir, ValgarðurEgilsson, Sigurður Bjömsson, Þórarinn Sveinsson 1 Krabbameinslækningadeild, Landspítalinn Því hefúr verið haldið fram að konur með bijóstakrabbamein sem fara í skurðaðgerð á 3-12 degi tíðahringsins hafi verri horfur en þær sem fara í skurðaðgerð aðra daga hans. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort styrkur kyn- og heiladingulshormóna í sermi á aðgerðardegi tengist horfum kvenna með bijóstkrabbamein og hvort þessir hormónar hefðu áhrif á tjáningu kynhormónaviðtaka á æxlisfrumum. Loks var ætlunin að kanna áreiðanleika þess að staðsetja konur í tíðahring eftir uppgefnum fyrsta degi síðustu tíða út frá hormónamælingum. Við höfðum aðgang að blóðsýnum 106 kvenna með brjóstakrabbamein frá aðgerðardegi. Inngönguskilyrði rannsóknarinnar vom að konur hefðu reglulegan tíðahring og væm ekki á hormónalyfjum, og reyndust 66 konur uppfylla skilyrðin. Konur vom staðsettar í tíðahringnum út frá mældum gildum estradíóls, prógesteróns, og LH. En til viðmiðunar var einnig gengið út frá upplýsingum um tíðasögu þ.e. fyrsta degi síðustu tíða og Iengd tíðahrings.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.