Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1993, Qupperneq 40
38
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 24
Símsending röntgenmynda V 14 Mat á gæðum mynda
Ásmundur Brekkan. Röntgendeild, Landspftalinn Iðunn Ólafsdóttir. Röntgendeild, Landspftalinn Robert Kaate. Röntgendeild, Landspftalinn Þorgeir Pólsson. Eðlisfræði- og Tæknideild, Landspftalinn Sigurjón Jónsson. Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Vestmannaeyja
Sfmsending röntgenmynda er orðinn viðurkenndur þáttur í samstarfi heilbrígðisstofnana víða um heim og fer notkunin vaxandi. Tilraunasendingar hafa staðið yfir s.I. ár frá Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum til Röntgendeildar Landspítalans. Sendingamar eiga að sýna hvort slík kerfi henta hér á landi, hvort þarf að breyta vinnubrögðum og fyrir hvaða tilvik slík þjónusta henti. Til að meta síðasttalda þáttinn var hafin vinna við verkefni á Röntgendeild Landspftalans sem felst í að meta gæði mynda af tölvuskjá og af filmu á Ijósaskáp, verkefnið er enn í gangi. Skannaðar voru beinamynd- ir f Vestmannaeyjum, þær sendar til Landspítalans og samanburður gerður á greiningu af skjá og af filmu. Heilsugæslulæknir í Eyjum valdi myndefnið, sem er ökkla- og úlnliðsmyndir og röntgenlæknar á Landspft- ala skoða myndefnið. Einkunnagjöf er f fimm stigum : Mat á gæðum mynda tekur tillit til annars vegar klíniskrar túlkunar og hins vegar að tæknilegu gæðamati. Eftirfarandi atriði voru metin fyrir klíníska túlkun : 1. Bygging beins, 2. Sjúklegar breytingar: a) Brot, kastlos, liðhlaup b) Slitgigtarbreytingar c) Bólgugigtarbreytingar Tæknileg atriði eru metin út frá "phantomi” sem mælir hversu mörg lfnupör greinast á myndinni. Fyrir skoðun á tölvuskjá mega notendur velja að breyta ”kontrast” (gráskala) á mynd eða nota andhverfan "kontrast”. Niðurstöður um upplýsingagildi myndefnis af tölvuskjá eru metnar með tölfræðilegum aðferðum.
5: Öruggt 4: Gott 3: Nothæft 2: Varla nothæft 1: Ónothæft
V 15
Símsending röntgenmynda
Ásmundur Brekkan. Röntgendeild, Landspftalinn. Porgeir Pólsson. Eðlisfræði- og Tæknideild, Landspítalinn. Ásmundur Eiriksson. Upplýsinga- og Merkjafræði- stofa, Háskóli íslands. Hafa má áhrif á eftirfarandi þætti: 1. Röntgenmynd kemst í greiningu á stuttum tima, mfnútum, f stað dögum. 2. Rannsókn með röntgenmyndum verður mun hnit- miðaðri því röntgenlæknir getur svarað um hæl og beðið um viðbótar myndatöku til að gefa betri upplýsingar.
Röntgenrannsóknir eru gerðar víða um land en sér- fræðipekking til að greina myndimar er að lang mestu leyti í Reykjavík og á Akureyri. Röntgenmynd er oft send með pósti frá héraðssjúkrahúsi, þar sem myndin var teldn, til sérgreinasjúkrahúss sem sendir svar um hæl. Petta tekur nokkum tíma. Slíkar tafir geta valdið sjúklingi og læknum miklu óhagræði. Þetta verkefni felur f sér breytt samskipti á þessu sviði: - Á héraðssjúkrahúsi eða heilsugæslustöð er tekin mynd af filmu og hún færð í tölvu. - Tölvan sendir myndina um símalfnu til sérgreina- sjúkrahúss. - Par les læknir úr myndinni á tölvuskjá og sendir svar um hæl. Samskipti af þessu tagi geta sparað marga legudaga og óþægilegan fiutning sem samkvæmt reynslu gæti kostað allt 100 þúsund kr. á sjúkling. 3. Niðurstaða greiningar getur haft áhrif á ákvörðun um hvað þurfi að gera fyrir sjúklinginn : - Þarf á sérfræðihjálp að halda með skjótum hætti (sjúkraflug eða álíka kostnaðarsamur þáttur) - Leysa málið á heimaslóð og leita til sérfræðings seinna með minni tilkostnaði. - Sérfræðiaðstoðar er ekki þörf. 4. Bið eftir sérfræðiaðstoð og óvissa um niðurstöður getur valdið sjúklingi óþarfa kvfða og óþægindum. 5. Samkvæmt reynslu má auka gæði röntgenpjónustu þessara staða ef viðbrögð við myndum koma nægilega fljótt. Slíkt fækkar endurtökum, minnkar filmunotkun og gerir rannsóknina hnitmiðaðri. Tilraunasendingar hafa staðið yfir s.I. ár á milli Sjúkrahússins f Vestmannaeyjum og Landspítalans og lofar niðurstaðan góðu.