Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 7

Innsýn - 01.04.1976, Blaðsíða 7
7 hverjir voru bræhur Jesú? Eftirfarandi spurning og svar birtist á s.l. ári í blaðinu Signs. Einar V. Arason þýddi. Ég hef séð í einu af blöðum okkar (Signs, ágúst, 1974, bls. 34) þar sem talað er um fjölskyldur þessi orð: “Hann (Guð) elskar ekkjumenn svo mikið, að hann kaus einn þannig, sem stóð uppi með sex börn og gaf honum Maríu fyrir aðra konu sína; svo faldi hann sinn eigin dreng í hans umsjá“. Hvar finnum við þetta íBiblíunni? Að Jósef væri ekkjumaður og ætti sex börn þegar hann var heitbundinn Maríu, er ekki sagt hreint út í Ritningunni, en það er hægt að draga þá ályktun, engu að síður. Bræður Jesú voru Jakob, Jós- ef, Símon og Júdas. (Matt. 13,55) Hann átti a.m.k. tvær systur. (Mark. 6,3) Þú ert ábyggilega sammála mér um, að Jesús var fæddur af mey (Lúk. 1,27). Því er aðeins um tvennt að ræða:(1) að Jósef átti börn með fyrri konu sinni; eða (2) að María hafi átt sjö börn.sex þeirra yngri en Jesú. Jóh. 19,26 styður fyrra atriðið, þar sem Jesús felur móður sína í umsjá Jóhannesar. Ef börnin, sem Matteus og Markús minntust á, væru synir og dætur Maríu, þá heföi venjan ekki leyft Jesú að fela móður sína einhverjum utan fjöl- skyldunnar. Ennfremur komu bræður Jesú fram sem eldri bræður. Þeir sýndu Jesú skort á virðingu, sem hefði ekki verið mögu- legt í Austurlöndum, væri Jesús elsti sonurinn. í Mark. 3,21 skárust vinir hans (bókstafleg merking: þeir við hlið hans, bræður hans) í leikinn. Einnig hæddu bræður Jesú hann (Jóh. 7,3—5), sem enginn yngri bróðir hefði vogað sér að gera við eldri bróður, sem vanalega var aðalframkvæmdavald föðurs síns, og sem yrði höfuö fjölskyldunnar við fráfall föðursins. Nú spyrðu e.t.v., hvernig þessi börn Jósefs gætu verið á nokkurn hátt kölluð “brasður" Jesú. Svarið við því, er að í Austurlöndum á dögum Biblíunnar — og jafnvel enn í dag — var sonarrétt- urinn ákveðin staða, en fór ekki endi- lega eftir blóðskyldleika. Þannig gæti ættleitt barn í sumum tilfellum verið álitið æðst. í sumum Austurlöndum eru frændur, hálfbræður og stjúpbræður líka kallaðir bræður. Einar V. Arason, þýddi

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.