Innsýn - 01.04.1976, Page 11

Innsýn - 01.04.1976, Page 11
11 notum seinna ílífinu. Einhver misbrestur virðist þó á því. í söfnuðum, líka fámennum söfnuð- um, er nauðsynlegt að hafa reglur. Þetta sáu forfeður okkar. Meðal annarra sá James White mikilvægi þess og sýndi fljótt fram á þá staðreynd að vel skipu- lögð starfsemi bar meiri árangur, en þegar hver pukrast í sínu horni (Sjáið Review and Herald 1854—6). Með regl- um á ég við það sem nefnt er “Working Policies", þ.e. starfsreglur (reglur sem gilda um safnaðarmeðlimi og söfnuði. Auk þess reglur sem lúta að stjórnskip- un, skiptingu valds og dreifingu), en ekki reglur sem gilda eiga um skipti milli Guðs og manna. Þær reglur setur Guð einn, þó ýmsir vilji reyna að fara inn á það svið (sbr. klæðnað, skartgripi o.fl ). Þó ég hafi ekki lifað í mörg ár, hef ég samt sem áður séð mörg dæmi þess, bæði hér á landi sem erlendis að reglur þessar eru fremur fáum mönnum kunn- ar. Verður það til þess að þeir sem reglurnar kunna, ráða lögum og lýðum, en hinum, eftir að hafa reynt að hafa áhrif á gang mála árangurslaust, leiðist leikurinn (því það er ekkert gaman að vera með í leik þar sem maður þekkir ekki reglurnar) og missa áhugann á hinni beinu starfsemi safnaðanna. Þetta, meira en nokkuð annað, tel ég vera orsök hinnar dræmu þátttöku safnaðar- meðlima í mörgum, annars ágætum, áætlunum. Ég legg því til að við hér heima göngum á undan með góðu fordæmi, einföldum reglur safnaðarins og gerum þæröllum kunnar. P.s. Um hugmyndir mínar varðandi ein- földun reglna þessara mun ég rita aðra grein síðar, ef tækifæri gefst. SKYNSEMISTRÚIN Á veitingastað sátu þrír ungir menn og töluðu saman. Segir þá einn þeirra: “Ég trúi því, sem ég skil og engu öðru.“ “Já, sama segi ég,“ sögðu báðir hinir. Nálægt þeim sat gamall maður, sem heyrt hafði tal þeirra. Hann flutti stól sinn nær þeim og segir: “Má ég segja ykkur, ungu herrar, ferðasöguna mína í dag." Þvíjátuðu hinir. “Ég fór með járnbrautinni og sá nokkrar gæsir, sem voru að kroppa gras. Trúið þér því?“ “Já,“ sögðu allir þrír ungu mennirnir. “Seinna sá ég nokkrar kýr og sauð- kindur, sem líka kroppuðu gras. Trúið þér því?“ "Já,“ sögðu hinir. “Og seinast sá ég hesta, sem bitu gras. Trúið þér því?“ “Já,“ sögðu hinir. “Ég sá að það voru fjaðrir á gæsun- um, ull á sauðkindunum og sterkt fax— og taglhár á hestunum. Trúið þér því?“ “Já,“ auðvitað trúum við því segja hinir. “Gott er það, að þið trúið þessu, en getið þið nú sagt mér: Hvernig stendurá því, að nokkuð af grasinu, sem gæsirnar átu, verður að fjöðrum, og nokkuð af samskonar grasi, sem sauðkindurnar átu, verður að fínum hárum, sem í einu orði er ull. Og nokkuð af grasinu, sem kýrnar átu, verður að stuttum, þéttum hárum. Og dálítíð af grasinu, sem hest- urinn át verður að löngum og sterkum hárum í faxi og tagli hans?“ Hinir gátu engu svarað og gengu sneyptir burt. Höfundurókunnur.

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.