Innsýn - 01.04.1976, Síða 35

Innsýn - 01.04.1976, Síða 35
31 BRAUÐ 3 matskeiöar perluger 6 matskeiðar sykur 4 bollar vatn 2 1 /4 matskeið olía 12 bollar hveiti 3 3/4 teskeið salt. Vatnið sett í fat. Perlugerið og sykur- inn látið í volgt vatnið. Látið bíða smá- stund. Olíunni og helmingnum af hveit- inu bætt út í. Hrært vel. Bætið síðan salti og því sem eftir er af hveitinu eða nóg til að auðvelt sé að meðhöndla deigið. Hnoðað þar til slétt og teygjanlegt. Sett í skál á hlýjan stað, klútur breiddur yfir, og látið hefast þar til létt. Það tekur u.þ.b.11 /2 klst.Skipt í fjóra hluta og sett í form. Látið hefast aftur u.þ.b. eina klst. eða þar til brauðin hafa tvöfaldast á hæð. Bakist í mjög heitum ofni (450°F) í I5 mín, síðan stillt á 375°F og bakað í 45 mín. Einnig er hægt að láta brauðin strax eftir að þau hafa verið sett í formin, inn í kaldan ofninn, hann síðan stilltur á 375°F og brauðin bökuð í eina klst. 1. Fyrst af öllu er hitastig vökvans mælt. Vökvinn á að vera volgur. (Gott er að miða við hitastig baðvatns handa ungabarni) Þegar þú ert búin að finna rétt hitastig mælir þú magn vökvans. 2. Gott er að láta deigið standa 10 mínútur þá er auðveldara að hnoða það. Deigið hnoðað þar til slétt og teygjan- legt. 3. Skálin þakin með deigum klút til að varna Þv' skán myndist. Látið standa á vel volgum stað. 4. Deigið er látiö hefast þar til tvöfalt að stærð (nógu létt til að fingrafar hald- ist). Deiginu ýtt niður í miðju, snúið viö í skálinni. Breitt yfir og látið hefast aftur þar til næstum tvöfalt að stærð. 5. Skipt ibrauð og þakið með klút. 6. Deigið flatt út, aflangt. Unnið hratt, loft pressað út. 7. Deigið brotið í tvennt, flatt aftur út. 8. Lyft upp á endunum og togað. Lamið í borðið nokkrum sinnum til að lengja deigið. 9. Endarnir brotnir að miðju og flatt vel með hnúunum. 10. Sú röndin á löngu hliðinni sem er lengra frá þér er brotin í átt til þín u.þ.b. ' /3 og síðan hliðin á móti, samskeytin klipin saman. 11. Velt til og hvor endi lokaður vel. 12. Sett í form og sú hliðin sem lokuð var er látin snúa niður. 13. Þegar brauðin eru sett í ofninn til bökunar, þarf rétt hitastig að vera í ofninum. Brauðin látin þannig í ofninn að formin snerti ekki hvert annað, né hliðar ofnsins. 14. Strax og brauðin koma úr ofn- inum eru þau tekin úr formunum svo þau blotni ekki. Til að fá mjúka skorpu eru brauð burstuð með smjöri þegar þau koma úr ofninum. Einnig er gott að þekja þau með hreinu viskustykki í nokkrar mín- útur.

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.