Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 31

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 31
03/07 kjarninn Viðtal breidd“ eins og það er kallað í fluginu. Það er að auka tíðni ferða á staði sem eru þegar fyrir í leiðakerfinu og síðan að velja eftir kostgæfni nýja staði, sem styrkja leiðakerfið sem heild. Ný leið getur eflt þær sem fyrir eru og breikkað þannig þjónustuna og aukið arðsemi í rekstri. Leiðakerfið tengir tólf áfangastaði í Norður-Ameríku við 24 áfangastaði í Evrópu í gegnum Ísland. Á næsta ári mun þeim fjölga í 13 í Norður-Ameríku og 25 í Evrópu. Rekstur Icelandair Group, sem er móðurfélag Icelandair, hef- ur gengið vel síðastliðin ár samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hingað til lands. Heildareignir Icelandair Group eru nú metnar á ríflega 900 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur tæplega 110 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfallið er ríflega 40 prósent, sem telst vera afar gott heilbrigðismerki fyrir reksturinn. Til marks um tekjuvöxtinn námu heildartekjur félagsins 717 milljónum Bandaríkjadala árið 2010 en tæplega 900 milljónum Bandaríkja- dala í fyrra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam tæplega átta milljörðum, samkvæmt tilkynningu til kauphallar í gær. Fyrirsjáanlegt er að þær verði enn meiri í ár enda áframhald á fjölgun ferðamanna hingað til lands á þessu ári miðað við árin á undan. Gríðarleg breyting á skömmum tíma Árið 2008 komu hingað til lands 473 þúsund ferðamenn, þar af flestir frá Bretlandi, tæplega 70 þúsund. Fjórum árum síðar, í fyrra, var heildarfjöldinn kominn í 646 þúsund og komu flestir þeirra frá Bandaríkjunum, rúmlega 95 þúsund talsins. Bretar eru ekki langt undan, ríflega 94 þúsund. Það sem af er þessu ári eru erlendir ferðamenn orðnir 639 þúsund, það er fram að októbermánuði. Útlit er því fyrir algjört methár og ferða- mannafjölda sem fer yfir 700 þúsund á ári. Mesta fjölgunin á þessu ári er utan háannatímabilsins yfir sumarmánuðina og segir Birkir að það sé afrakstur mikillar vinnu. „Við höfum lagt mikið á okkur við að fjölga ferðamönnum utan sumarmánaða, meðal annars með meiri tíðni ferða á þeim tíma samhliða markaðs átaki um að fjölga ferðamönnum utan háannatíma. Þetta hefur skilað miklum árangri. Það er mikilvægt að halda áfram að leggja áherslu á að markaðssetja Ísland sem valkost „Ég tel að við þurfum að gera meira af því að nýta þá sérstöðu sem liggur í menningar lífinu, sögunni og upp- runa okkar, sem er jafn áhugaverð og stórkostlegar náttúruperlur landsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.