Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 72
02/03 kjarninn dómsmál
verðbréfa miðlari hjá
bankanum, og Magnús
Arnar Arngríms son, sem
var framkvæmda stjóri
fyrirtækja sviðs. Þess ber að
geta að Magnús er einnig
ákærður í svonefndu Aurum-
máli.
Snýst um milljarða
lánveitingu
Málið snýst eins og áður
segir um 3,8 milljarða
króna lánveitingu Glitnis
til félagsins BK-44, sem var
í eigu Birkis Kristinssonar,
þáverandi yfirmanns einkabankaþjónustu bankans, í nóvem-
ber 2007. Ákæra málsins er í sex liðum. Jóhannes, Magnús
og Elmar eru ákærðir fyrir umboðssvik með því að veita
umrætt lán, sem notað var til að kaupa hlutabréf í bankanum
sjálfum. Glitnir keypti síðan bréfin aftur af Birki sumarið
eftir á yfirverði og er tjón bankans vegna viðskiptanna metið
á 1,9 milljarða króna samkvæmt ákæru.
Þá eru þeir Elmar og Jóhannes ákærðir fyrir umboðssvik
fyrir að gera munnlegan samning við Birki um skaðleysi
félags hans. Bréfin yrðu alltaf keypt aftur seinna á gamla
verðinu óháð markaðsvirði. Samkvæmt ákærunni hagnaðist
Birkir Kristinsson um 86 milljónir króna á viðskiptunum,
með því að halda bréfunum í Glitni í átta mánuði. Birkir
samdi við slitastjórn Glitnis í sumar um endurgreiðslu á
upphæðinni og kom sér þannig undan því að vera stefnt til
greiðslu skaðabóta.
Ákærður fyrir hlutdeild
Birkir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum,
en til vara hylmingu og peningaþvætti með því að hafa lagt
á ráðin með meðákærðu um fléttuna. Honum hafi mátt vera
Birkir Kristinsson
Birkir lék með landsliðinu í
knattspyrnu sem markmaður.