Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 70

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 70
01/01 kjarninn Álit Þ að er ótrúlegt eftir það sem á undan er gengið, en þó í fullkomnu samræmi við væntingar, að valdastéttin er þessa dagana að undirbúa það að brenna upp sparnað launamanna í lífeyris- sjóðunum og búa þannig til svigrúm svo hún nái að koma undan eignum sínum, áður en næsta hrun verður. Þeir flokkar sem kosnir voru til valda í vor útiloka kerfisbreytingar í peningamálum en ætla sér að aflétta höftum með því að setja hömlur á að sparnaður launamanna komist undan höftunum. Ætlunin er að gefa sjóðum eignamanna forgangsheimild til þess að flýja land. Þar til viðbótar er ætlunin að þvinga lífeyris sjóðina til þess að koma heim með erlendar eignir sínar og skapa með því svigrúm fyrir eignamenn að koma eignum sínum út úr haftakerfinu, en setja „hand- bremsu“ á útstreymi lífeyrissjóðanna, eins og ráðamenn orða það. Það er ekki afnám gjaldeyrishafta, eins og forsvarsmenn ríkistjórnarinnar boða, það jafngildir einungis að gerð hafi verið nafnbreyting á því ástandi sem hér ríkir og mun ríkja um fyrirsjáanlega framtíð. Áhlaup á lífeyrissjóðina Stefna núverandi ríkisstjórnar eins og hún hefur verið kynnt er að festa eigi lífeyrissjóðina varanlega í höftum og nýta þá til að fjármagna ríkissjóð með lítilli ávöxtun, eins og forsætisráðherra boðaði við kynningu fjárlaga. Erlent fjármagn skapi einungis vanda; mun hagkvæmara sé að nýta inn lendan sparnað. Það virðist vera ætlunin að leysa halla- rekstur húsnæðiskerfisins með gengisfellingu eigna lífeyris- sjóðanna og fela það tímabundið í myndun nýrrar eignabólu í steinsteypu og hlutabréfum. Enn einu sinni á að fara leið hins tækifærisinnaða stjórnmálamanns og búa til froðu til þess að fela enn eina eignaupptökuna hjá launamönnum og gera hina flugríku íslensku valdastétt enn ríkari. Launa- manna á almennum vinnumarkaði bíður ömurlegt ævikvöld nái þessar áætlanir fram að ganga. Hér á landi eru tvenns konar lífeyriskerfi; annað er ríkistryggt, hinu er gert að skerða réttindi í samræmi við raunstöðuna hverju sinni. Fari ríkisstjórnin þá leið sem hún boðar mun það hafa afdrifaríkar afleiðingar. Útgjöld al- menna tryggingarkerfisins munu stóraukast samfara því að greiðslugeta almenna lífeyriskerfisins hrynur en þar að auki munu skuldbindingar ríkissjóðs gagnvart lífeyris sjóðum opinberra starfsmanna vaxa um tugi milljarða á hverju ári, ofan á 600 milljarða skuld ríkissjóðs vegna lífeyris- skuldbindinga í dag. Fjármálaeftirlitið segir okkur reyndar hvert umfang þessa hluta er í raun, þegar það krefst þess að iðgjaldið sem sveitarfélög og ríkissjóður greiði í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna verði hækkað um þriðjung úr 15,5% í 20%. Verði þessi leið farin mun það kalla á gríðarlegar skattahækkanir í náinni framtíð. Þar til viðbótar blasir við sú staðreynd að hlutfall skattgreiðenda gagnvart fjölda lífeyris- þega fer minnkandi og mun lækka um allt að þriðjung næsta áratug, þegar barnasprengjuárgangarnir gerast lífeyris- þegar. Nafnbreyting á verðtryggingu Þetta má ekki gerast; heimilin verða að búa við öryggi og stöðugleika. Lausnir stjórnmálamanna hafa ætíð einkennst af því að færa kostnaðinn yfir á heimilin í gegnum gengis- fellingar. Hér verður að koma á húsnæðiskerfi sem reist er með sams konar hætti og er í nágrannalöndum okkar, þar sem húsnæðiskaupendum er gefinn kostur á hagstæðum og öruggum langtímalánum sem byggja á föstum viðráð- anlegum nafnvöxtum og fyrirsjáanleika inn í framtíðina í stað verðtryggðra lána. Það verður ekki gert með krónunni. Ríkisstjórnin boðar afnám verðtryggingar. Með þeirri stefnu verður einungis gerð nafnbreyting á verðtryggingunni, en hún er í raun ekkert annað en greiðsludreifing á ofurvöxt- um. Þeir munu verða hér áfram að því er virðist sé litið til stefnu ríkisstjórnarinnar. Nú er verið að bjóða óverðtryggð langtímalán með allt að 9% vöxtum, eða fjórföldum þeim vöxtum sem gilda í nágrannalöndum okkar, og fólk velur því frekar lán með föstum vöxtum og greiðsludreifingu (verð- tryggingarkerfi) á ofurvöxtunum. Gagnkvæmt traust Tryggja verður að áhættunni af efnahagshruni verði deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er. Eina leiðin til að verja lífeyrissparnað landsmanna er að opna fyrir fjárfestingar í raunverulegum gjaldmiðlum, en það gerist ekki nema með stefnubreytingu ríkisstjórnar- flokkanna og nýrri mynt. Með því myndu opnast möguleikar til þess að byggja upp atvinnulífið og íslenskt efnahagskerfi á ábyrgan hátt og mynda þar umhverfi þar sem innlendir og erlendir fjárfestar eru tilbúnir að koma með fjármagn. Það gerist ekki nema með meiri aga hér á landi. Stjórnmálamenn verða að tala skýrar og leggja af tækifærissinnaða stjórnar- hætti og hringlandahátt í regluverkum. Ísland býður um- fram flest önnur ríki upp á aðstöðu til þess að geta tileinkað sér orðspor hins græna hagkerfis og það verður einungis gert með gagnkvæmu trausti. Fyrirtæki sem búa illa að starfsmönnum sínum eru slæmir fjárfestingarkostir. Fyrir- tæki með ánægða starfsmenn skila betri ávöxtun. Því er spáð að fyrirtæki með ábyrga orkustefnu muni spara umtalsverð- ar fjárhæðir á komandi árum og fjárfestar, til dæmis í Banda- ríkjunum, leita uppi þess háttar fyrirtæki. Það sama gæti gerst hér á landi en ekki með þeim stjórnarháttum og þeirri stefnumörkun sem tíðkuð hefur verið hér á landi. Nafnabreyting á óþægilegum hlutum Álit Guðmundur Gunnarsson Fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins 01/01 „Fyrirtæki sem búa illa að starfsmönnum sínum eru slæmir fjárfestingar- kostir. Fyrirtæki með ánægða starfsmenn skila betri ávöxtun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.