Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 20

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 20
02/09 kjarninn Stjórnmál Þ að er ekki hægt að gera hlé á samskiptum Íslands við umheiminn. Stefnuleysi í alþjóða samskiptum getur lamað hagsmunagæslu og viðskiptatengsl á meðan rétt strategía getur aukið öryggi þjóðarinnar, fjölgað efnahagslegum tækifærum og orðið til þess að hlustað verði á rödd Íslands. Haustið 2008 var útlitið dökkt og blikur á lofti. Banka kerfið hafði fallið, krónan hrunið og fjölskyldur og fyrirtæki sátu uppi með tjónið. Orðspor landsins var í tætlum, sambandið við Bandaríkin í sögulegri lægð eftir mis heppnaðar varnar viðræður áranna á undan. Áherslur utanríkis þjónustunnar höfðu verið á að vinna atkvæði fjarlægra þjóða í keppninni um sæti í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna fremur en að rækta nógsamlega frændgarðinn, því Evrópa mátti ekki vera á dagskrá. Í Hruninu kom bersýnilega í ljós hversu skort hafði á að afla stuðnings við sjónarmið Íslands eða afla samstarfs hjá ná- grannaríkjunum til að lina höggið sem var yfirvofandi. Um það má meðal annars lesa í Wikileaks-skjölum Bandaríkja stjórnar þar sem menn voru gáttaðir á framgöngu íslenskra ráðamanna í Seðlabanka og fjármálaráðuneyti. Í rústum Hrunsins upplifðu embættismenn Ísland einmana í ólgusjó alþjóðastjórnmálanna. Allt of lítið var inni á diplómatískum innistæðureikningi. Við þessar aðstæður tók ný ríkisstjórn við völdum. Í utan- ríkismálunum var starfað eftir strategíu um að byggja mark- visst upp sterkari stöðu út frá þremur þáttum: þjóðaröryggi á breiðum grunni, að skapa efnahagsleg tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki, og skýran málflutning í mikilvægustu hagsmuna- og áherslumálum. Ísland vildi ekki vera eitt á báti heldur sóttist eftir virkum tengslum við ríki nær og fjær. Eins og öðrum þjóðum er Íslandi nauðsynlegt að sækjast eftir eins sterkri alþjóðapólitískri stöðu og mögulegt er. Mark- miðið er að vinna að hagsmunum Íslendinga. Ríkisstjórnin sem tók við eftir Hrun gerði það með nýrri áherslu á norður- slóðir, stórauknum og virkari tengslum við Evrópu, nýjungum í Norðurlandasamvinnu, fjölþættara öryggis samstarfi við Bandaríkin og nýjum gáttum sem hafa verið opnaðar til rísandi stórvelda í Asíu. Stjórnmál Kristján Guy Burgess 1. hluti af þremur Kristján Guy Burgess, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fjallar um Ísland í litrófi alþjóða- stjórnmála í þremur hlutum í Kjarnanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.