Kjarninn - 31.10.2013, Page 20

Kjarninn - 31.10.2013, Page 20
02/09 kjarninn Stjórnmál Þ að er ekki hægt að gera hlé á samskiptum Íslands við umheiminn. Stefnuleysi í alþjóða samskiptum getur lamað hagsmunagæslu og viðskiptatengsl á meðan rétt strategía getur aukið öryggi þjóðarinnar, fjölgað efnahagslegum tækifærum og orðið til þess að hlustað verði á rödd Íslands. Haustið 2008 var útlitið dökkt og blikur á lofti. Banka kerfið hafði fallið, krónan hrunið og fjölskyldur og fyrirtæki sátu uppi með tjónið. Orðspor landsins var í tætlum, sambandið við Bandaríkin í sögulegri lægð eftir mis heppnaðar varnar viðræður áranna á undan. Áherslur utanríkis þjónustunnar höfðu verið á að vinna atkvæði fjarlægra þjóða í keppninni um sæti í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna fremur en að rækta nógsamlega frændgarðinn, því Evrópa mátti ekki vera á dagskrá. Í Hruninu kom bersýnilega í ljós hversu skort hafði á að afla stuðnings við sjónarmið Íslands eða afla samstarfs hjá ná- grannaríkjunum til að lina höggið sem var yfirvofandi. Um það má meðal annars lesa í Wikileaks-skjölum Bandaríkja stjórnar þar sem menn voru gáttaðir á framgöngu íslenskra ráðamanna í Seðlabanka og fjármálaráðuneyti. Í rústum Hrunsins upplifðu embættismenn Ísland einmana í ólgusjó alþjóðastjórnmálanna. Allt of lítið var inni á diplómatískum innistæðureikningi. Við þessar aðstæður tók ný ríkisstjórn við völdum. Í utan- ríkismálunum var starfað eftir strategíu um að byggja mark- visst upp sterkari stöðu út frá þremur þáttum: þjóðaröryggi á breiðum grunni, að skapa efnahagsleg tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki, og skýran málflutning í mikilvægustu hagsmuna- og áherslumálum. Ísland vildi ekki vera eitt á báti heldur sóttist eftir virkum tengslum við ríki nær og fjær. Eins og öðrum þjóðum er Íslandi nauðsynlegt að sækjast eftir eins sterkri alþjóðapólitískri stöðu og mögulegt er. Mark- miðið er að vinna að hagsmunum Íslendinga. Ríkisstjórnin sem tók við eftir Hrun gerði það með nýrri áherslu á norður- slóðir, stórauknum og virkari tengslum við Evrópu, nýjungum í Norðurlandasamvinnu, fjölþættara öryggis samstarfi við Bandaríkin og nýjum gáttum sem hafa verið opnaðar til rísandi stórvelda í Asíu. Stjórnmál Kristján Guy Burgess 1. hluti af þremur Kristján Guy Burgess, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fjallar um Ísland í litrófi alþjóða- stjórnmála í þremur hlutum í Kjarnanum.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.