Kjarninn - 31.10.2013, Síða 35

Kjarninn - 31.10.2013, Síða 35
07/07 kjarninn Viðtal Airwaves, svo eitthvað sé nefnt. Tónlistin er dæmi um hvernig eitthvað alveg sérstakt getur styrkt ímynd Íslands og líka rekstrar umhverfið í ferðaþjónustunni. Áhrifin eru það mikil og djúp að þetta hefur jákvæð efnahagsleg áhrif líka þar sem tónlistin býr til aðdráttarafl og eykur áhuga fólks á landinu. Ég tel að við þurfum að gera meira af því að nýta þá sérstöðu sem liggur í menningarlífinu, sögunni og uppruna okkar, sem er jafn áhugaverð og stórkostlegar náttúruperlur landsins.“ Varðandi náttúruna og ferðaþjónustuna. Þarf að ráðast í frekari uppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum að þínu mati? „Það þarf að huga að þessum hlutum betur og byggja upp nauðsynlega innviði við náttúruperlur. Það er óhjákvæmilegt. Ég kom nýverið í þjóðgarð í Alaska sem er svipaður að stærð og Þingvellir. Það var mjög áhrifamikið. Það sem var athyglisvert við þá heimsókn var ekki síst það að gestir snertu aldrei náttúr- una heldur gengu eftir góðum viðarstígum. Þetta gerði svæðið móttækilegra fyrir þeim mikla fjölda gesta sem þarna kemur og verndaði einstakar náttúruperlur um leið. Þetta kom heldur ekkert niður á upplifuninni. Hugmyndir sem hafa komið fram, meðal annars frá [ráðgjafarfyrirtækinu] Boston Consulting Group um sérstakan passa sem gildir í þjóðgarða og að náttúru- perlunum okkar, tel ég vera góðar. Það þarf að útfæra þetta vel og finna leið til þess að styðja við uppbyggingu á þeim stöðum þar sem er tekið á móti mörgum ferðamönnum. Þetta þarf að hanga saman við heildarupplifunina sem ferðamenn finna fyrir á þessum svæðum og vera hluti af því að taka vel á móti fólkinu sem kemur hingað til lands.“ Birkir segist sannfærður um að ferðaþjónustan eigi bjarta framtíð á Íslandi. Hann segist ekki óttast offjárfestingu í greininni, þar á meðal í hótelum og gistirýmum, þrátt fyrir mikla uppbyggingu þessi misserin víða um land, ekki síst í Reykjavík, en hefur vissulega áhyggjur af gæðunum. Vitaskuld verði líka að passa að eyða ekki um efni fram. „Sögulega hefur uppbyggingin á gistirýmum hangið saman við eftirspurnina og vöxtinn í greininni, sem er hraður um þessar mundir. Það standa líkur til þess að ferðamenn verði yfir milljón á ári innan ekki langs tíma og þá skiptir máli að innviðirnir séu sterkir.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.