Kjarninn - 31.10.2013, Qupperneq 35

Kjarninn - 31.10.2013, Qupperneq 35
07/07 kjarninn Viðtal Airwaves, svo eitthvað sé nefnt. Tónlistin er dæmi um hvernig eitthvað alveg sérstakt getur styrkt ímynd Íslands og líka rekstrar umhverfið í ferðaþjónustunni. Áhrifin eru það mikil og djúp að þetta hefur jákvæð efnahagsleg áhrif líka þar sem tónlistin býr til aðdráttarafl og eykur áhuga fólks á landinu. Ég tel að við þurfum að gera meira af því að nýta þá sérstöðu sem liggur í menningarlífinu, sögunni og uppruna okkar, sem er jafn áhugaverð og stórkostlegar náttúruperlur landsins.“ Varðandi náttúruna og ferðaþjónustuna. Þarf að ráðast í frekari uppbyggingu á vinsælum ferðamannastöðum að þínu mati? „Það þarf að huga að þessum hlutum betur og byggja upp nauðsynlega innviði við náttúruperlur. Það er óhjákvæmilegt. Ég kom nýverið í þjóðgarð í Alaska sem er svipaður að stærð og Þingvellir. Það var mjög áhrifamikið. Það sem var athyglisvert við þá heimsókn var ekki síst það að gestir snertu aldrei náttúr- una heldur gengu eftir góðum viðarstígum. Þetta gerði svæðið móttækilegra fyrir þeim mikla fjölda gesta sem þarna kemur og verndaði einstakar náttúruperlur um leið. Þetta kom heldur ekkert niður á upplifuninni. Hugmyndir sem hafa komið fram, meðal annars frá [ráðgjafarfyrirtækinu] Boston Consulting Group um sérstakan passa sem gildir í þjóðgarða og að náttúru- perlunum okkar, tel ég vera góðar. Það þarf að útfæra þetta vel og finna leið til þess að styðja við uppbyggingu á þeim stöðum þar sem er tekið á móti mörgum ferðamönnum. Þetta þarf að hanga saman við heildarupplifunina sem ferðamenn finna fyrir á þessum svæðum og vera hluti af því að taka vel á móti fólkinu sem kemur hingað til lands.“ Birkir segist sannfærður um að ferðaþjónustan eigi bjarta framtíð á Íslandi. Hann segist ekki óttast offjárfestingu í greininni, þar á meðal í hótelum og gistirýmum, þrátt fyrir mikla uppbyggingu þessi misserin víða um land, ekki síst í Reykjavík, en hefur vissulega áhyggjur af gæðunum. Vitaskuld verði líka að passa að eyða ekki um efni fram. „Sögulega hefur uppbyggingin á gistirýmum hangið saman við eftirspurnina og vöxtinn í greininni, sem er hraður um þessar mundir. Það standa líkur til þess að ferðamenn verði yfir milljón á ári innan ekki langs tíma og þá skiptir máli að innviðirnir séu sterkir.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.