Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 58

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 58
03/03 kjarninn bækur viðurkenningar fyrir baráttu sína og var boðið að tala opin- berlega sem og ræða við fjölmiðla. Þessi athygli varð til þess að talibanar ákváðu að stöðva skólabílinn einn dag í október 2012 og skjóta Malölu í höfuðið og særðu byssukúlurnar tvær aðrar stúlkur í vagninum. Sem betur fer lifði Malala af en fyrir tilviljun voru breskir læknar staddir nálægt hersjúkra- húsinu sem hún gekkst undir aðgerð á og fyrir þeirra tilstilli var hún flutt til Bretlands þar sem hægt var að hlúa betur að sárum hennar og endurhæfingu við hæfi. Andstæðingar Malölu hafa kynt undir sögusagnir um að hún sé notuð af föður sínum í áróðursskyni og að barátta hennar hafi pólitískan undirtón. Faðir Malölu mótar auð vitað skoðanir hennar og lífsviðhorf rétt eins og foreldrar hafa áhrif á börnin sín. En það dregur alls ekki úr áhrifamætti boðskapar Malölu, sem er það sem skiptir öllu máli. Skilaboð Malölu eru mjög skýr; allir eiga rétt á menntun því þekking veitir frelsi og skilning til að vita hvað er rétt og rangt. Malala er sú yngsta sem hefur verið tilnefnd til Friðar- verðlauna Nóbels og á hún þessa tilnefningu og svo margar aðrar sem hún hefur hlotið fyllilega skilið. Malala er drifin áfram af einstöku hugrekki og gríðarlegri hugsjón. Sam- einuðu þjóðirnar hafa tileinkað einn dag ársins rétti barna til að öðlast menntun. Dagurinn, 10. nóvember, ber nafn Malölu. Það er ekki hægt annað en að hrífast af sögu Malölu, hug- rekki hennar og ríkri réttlætiskennd. Frásögnin er krydduð með ljóðum og orðatiltækjum frá Pakistan sem gæðir hana enn meira lífi, sýnir hversu vel lesin Malala er og gefur innsýn í hvernig hún kryddar sín eigin skilaboð á móðurmáli sínu. Saga Malölu er þörf áminning um að börn í dag búa ekki öll við þau sjálfsögðu mannréttindi að geta menntað sig og í Pakistan eru yfir fimm milljón börn sem fara ekki í grunn- skóla.Eins og Malala segir sjálf: „Ég veit hversu mikilvæg menntun er því pennarnir mínir og bækurnar voru teknar af mér með valdi.“ Dagbókarfærslur Malölu undir dulnefni síðustu dagana áður en talibanar létu loka skólanum hennar ræða Malölu hjá Sam- einuðu þjóðunum á 16 ára afmælisdegi sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.