Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Síða 21

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Síða 21
19 C. Almannatryggingakerfið. 1. Heilbrigðismál. Hér flokkast útgjöld sjúkratrygginga, þ.e. sjúkratrygginga- deildar og sjúkrasamlaga, en þær sjúkrastofnanir, sem reknar eru af daggjöldum, fá greiðslur frá sjúkratryggingum. Ef um rekstrarhalla er að ræða hjá sjúkrahúsum, þannig að daggjöld duga ekki fyrir rekstrarkostnaði, kemur sá halli ekki fram í heilbrigðismálaútgjöldum fyrr en daggjöld hafa verið leiðrétt til samræmis, og getur þetta leitt til tilfærslna milli ára. Þó eru á þessu undantekningar, t.d. Borgarspítalinn í Reykjavík, en þar hefur verið tekið tillit til rekstrarhallans og rekstrarútgjöld að fullu gjaldfærð, en ekki einungis daggjöldin. 2. Almannatryggingar og velferðarmál. Hér er m.a. færður rekstrarkostnaður lífeyris-, slysa- og atvinnuleysistryggingadeildar. 3. Önnur útgjöld vegna atvinnuvega, svo sem kostnaður vegna Kjararann- sóknarnefndar. 3.3 Kerfisbreyting. Eins og áður hefur verið getið var tekið upp nýtt þjóðhagsreikningakerfi frá og með uppgjöri ársins 1980. Þetta nýja kerfi byggir á þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá 1968 og leysir af hólmi eldra kerfi frá 1952. Helstu breytingar, sem þetta hefur í för með sér, eru þær, að nú færast heilbrigðismálaútgjöld sem samneysla en áður höfðu þau flokkast sem tekjutil- færsla til heimila. Heilbrigðismálaútgjöld eru fyrst og fremst útgjöld sjúkra- trygginga, þ.e. sjúkra- og tryggingadeildar og sjúkrasamlaga, sem tilfærð eru í almannatryggingakerfinu, og útgjöld ríkissjúkrahúsa, sem færð eru í A-hluta ríkisreiknings. Þessi útgjöld ríkissjúkrahúsa höfðu í gamla kerfinu verið færð sem tilfærsla frá ríkissjóði til almannatrygginga og þaðan sem tilfærsla til heimila. Til samræmis við fyrri ár var þessari færsluaðferð haldið áfram eftir 1977, þótt ríkissjúkrahúsin hættu að vera á daggjöldum frá þeim tíma. Framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna er samkvæmt nýja kerfinu fært sem fjármagnstilfærsla, en var áður fært sem tekjutilfærsla. Sóknar- og kirkjugarðsgjöld voru tilfærð í gamla kerfinu að mestu sem samneysla, en nú sem tekjutilfærsla. Rekstrarkostnaður ýmissa stofnana vegna atvinnuvega, s.s. Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Búnaðarfélags íslands, Fiskifélags ís- lands, Hafrannsóknastofnunar, Rannasóknastofnunar fiskiðnaðarins, Iðntækni- stofnunar, Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins o.fl. var færður með styrkjum, en er nú talinn til samneyslu. Sama er að segja um leikskóla í Reykjavík; rekstrarkostnaður þeirra var færður með styrkjum, en fer nú undir samneyslu. Styrkir til strætisvagna voru áður færðir að öllu leyti sem fjármagns- tilfærslur, en fara nú ýmist sem rekstrarstyrkir eða fjármagnstilfærslur eftir því sem við á. Breyting er gerð á meðferð framlags frá Happdrætti Háskóla íslands. Áður var það fært með beinum sköttum, en er nú fært sem fjármagnstilfærsla. Sama gildir um erfðafjárskatt, sem var áður einnig færður með beinum sköttum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.