Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Page 31

Búskapur hins opinbera 1980-1984 - 01.02.1986, Page 31
29 samanborið við 7,2% á hinum Norðurlöndunum og 9,5% í helstu ríkjum OECD. Aftur á móti er hlutur eignaskatts af vergri landsframleiðslu svipaður og að meðaltali í öðrum löndum. Óbeinir skattar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru 22,4% að meðaltali á íslandi á þessu tímabili, en það er hæsta hlutfallið í ríkjum OECD. Meðalhlutfall í OECD-ríkjunum er 11,5%. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall hinsvegar 15,0% að meðaltali. Ef litið er á hlut óbeinna skatta í heildarsköttum hins opinbera þá sést að þeir eru 70,7% af skatttekjunum á íslandi á þessu tímabili, sem er langhæsta hlutfallið í ríkjum OECD. Næsta land er írland, með 44,2%. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall 34,0% að meðaltali og í ríkjum OECD 31,0% að meðaltali. í töflu 8.2 sést, að ólíkt mörgum öðrum ríkjum eru heilartekjur hins opinbera hér á landi svipaðar heildarútgjöldum þess að meðaltali á þessum árum. I ríkjum OECD eru heildarútgjöld að meðaltali 11% hærri en heildartekjur hins opinbera. Vinnuaflsnotkun hins opinbera kemur fram í töflu 8.7, sem sýnir vinnuaflið sem hlutfall af fólksfjölda og hlutdeild hins opinbera í vinnuaflsnotkuninni í flestum ríkjum OECD á árunum 1980—1983. Þar sést, að í þjónustu hins opinbera hér á landi eru um 16,8% af vinnuafli landsins, sem er aðeins lægra hlutfall en í ríkjum OECD að meðaltali. Hins vegar er þetta hlutfall nokkuð hærra á hinum Norðurlöndunum, eða 25,6 að meðaltali árin 1980—1983. Flestar þær stærðir sem birtast í þessum samanburðartöflum við önnur lönd eru unnar upp úr gögnum frá OECD, úr töifræðihandbókum Norðurlanda og úr gögnum Þjóðhagsstofnunar.

x

Búskapur hins opinbera 1980-1984

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búskapur hins opinbera 1980-1984
https://timarit.is/publication/999

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.