Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 8

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 8
8 Nýtt S. O. S legu ringulreið, sem anars verður um borð?“ t Nokkrum mínútum síðar talar loít> skeytamaðurinn á „Grebecock' við Mr. Jolmson, aðalforstjóra Cammel-Laird. „Hefui einhver verkfræðinga okkar sent tilkynninguna?“ spyr Mr. Johnson. „No, Sir,“ svarar loftskeytamaðurinn, sannleikanum samkvæmt. „Ekki heldur Sliaw forstjóri? Hann er þó ábyrgur fyrir öllu á Thetis.“ „No, Sir. Sliaw forstjóri hefur ekki sent tilkynninguna. Það gerðu þessir tveir for- ingjar." Stundarkorn er þögn í heyrnartólinu. „Hafið þér frekari fyrirmæli handa „Grebecock"? spyr loftskeytamaðurinn loks. „Já. Haldið sambandinu við Tlietis. — V'erið kyrr hjá kafbátnum. ' Loftskeytamaðurinn flytur skipstjóra sínum skipunina. „Við getum ekki varpað akkerum," kall- ar loftskeytamaðurinn í tækið. „Keðjan er of stutt.“ „Þá verður að tengja saman báðar akk- eriskeðjurnar! ]>að verður að gerast!" Loftskeytamaðurinn tilkynnir skipstjóra sínum þessa síðustu skipun. „Það gagnar ekki að heldur," greip skip stjórinn fram í. „Segið Mr. Johnson, að við þurfum þrefali lengri keðjn á Jressu dýpi og í slíkum straum.“ „Þá léttið þér á keðjunni með liægri ferð áfram,“ svaraði Mr. Johnson æfur. „Þér athugið, að liafa ekkert radio- eða símasamband við aðra. Þér megið einung- is hafa samband við skipasmíðastöðina.“ „En. ef sjóherstjórnin kallar?“ spyr loft- skeytamaðurinn. „Eg hef engu að bæta við skipun mína,“ var svarað. Nú heyrist ekki meirá í símtólinu. En nú er farið að hvína lítilsháttar í siglu- tré „Grebecock“. Suðvestanvindurinn fer vaxandi. Skip- verjar á Crebecock verða alvarlegir á svip. „Guð lijálpi þeim, sem eru Jrarna niðri,“ mælti skipstjórinn lágri röddn. Yfirborð hafsins ókyrrist nokkuð. Fyrir lraman stefni Grebecock stíga upp loftból- ur. Þar niðri liggur Thetis á sjávarbotni. Og þar um borð eru eitt hundrað og þrír menn innilokaðir. Skelfing um borð í Thetis. liolus kafbátsforingi gengur um í vélar- rúminu. Andlit manna eru náhvít í skini rafljósanna, augnaholurnar eru svartar. „F.kkert lífsmerki frá stafnrúminu,“ til- kynnir einn varaaðstoðarmaður foringjan- um. „Tundurskeytarúmið fullt af sjó,“ bætir vélamaður einn við. Oram gengur að fremsta skilveggnum. Hann tekur upp skrúflykil, sem liggur á gólfinu og slær í stálvegginn. Ekkert svar. „Hafið kafarahjálmana til taks við köf- unarhólfið!“ skipar hann. Shaw forstjóri stóð fyrir framan hurð- ina að köfunarhólfinu. „Eg fer upp ásamt tveimur verkfræðingum til að stjórna björguninni,“ mælti hann til Bolusar. „Það er mál, sem sjáliðsforingjarnir munu taka ákvörðun um,“ svarar foring- inn hörkulega. Oram stóð að baki forstjóran- um. Andlit hans er eldrautt af reiði. „Sjóherinn hefur ekki enn veitt Thetis \iðtöku,“ mótmælti Shaw forstjóri. „Þá tek ég hann nú af yður.“ Hringinn í kring um deiluaðila stóð tylft manna. Þeim var erfitt um andar- dráttinn. Þeir lifa nú á |)rýstilofti, og Bol-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.