Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 28

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 28
28 Nýtt S. O. S. — jirýsta andlitinu að turngluggunum í sár- ustu örvæntingu." Mc Kenzie vék nú máli sína að skip- heiranum á „Vigilant". ,,Eg æski þess að senda aðmírálnum skýrslu.“ I>;i lætur Mr. Jolmson undan síga. „Gott, ég mun fyrirskipa, að allt, er þér æskið, standi yður til boða. Og til jjess að allt sé gert, sent hægt er að gera, læt ég yður hafa tvo beztu kafara okkar yður til aðstoðar.“ Mc Kenzie jrykist nú sjá samhengi hlut- anna. „Hættið nú, Mr. Jolmson! Haldið jrér, að ég sé einhver moðhaus?. Eg tek mína menn með og enga aðra. Mr. Teylor og Mr. Thomson. IJeir mitnti ekki bera fals- vitni yður í ltag.“ Á stjórnpalli Vigilants er liðsforingi á \akt og skrifar eftirfarandi í skipsdagbók- ina: „Laugarclaginn, 3. júní 1939, kl. 3 að morgni. Kafararnir Mc Kenzie, Thomson og Teylor eru enn á hafsbotni. Símasam- band virðist vera rofið. Þeir senda eng- ar tilkynningar." A jreirri stöndu vinna þrír kafarar við kinnung Thetis. Þeir ha’fa látið tréfleyg í öpna tundurskeytahlaupið og þétta með stt iga. Að jrví loknu skríður Mc Kenzie, ásamt Teylor, eftir skáhöllu þilfarinu upp að turninum. Það cr dimmt. Ljóskastarar jæirra lýsa ekki mikið út frá sér. Loft- bólurnar stíga upp eins og silfurperlur, úr hundruð óþéttum samskeytum og nagla götum kafbátsins. Mc Kenzie hneygir hjálminn sinn með varkárni að hjálmi Teylors. Þá, er báðir hjálmarnir snerta hvor annan geta kafararnir talazt við, því málmurinn leiðir hljóðið. „Heyrir þú nokkuð?“ spyr Mc Kenzie. „Já, ég heyri jrað,“ svarar Teylor. Dumm — dumm — dumm — dumrn. Reglulega með löngu og stuttu millibili. SOS SOS SOS „Þeir lifa ennþá,“ hrópar Mc Kenzie. Teylor heyrir vel til hans. „Ef við hefðum bara komið degi fyrr,“ hugsa báðir kafararnir. Úr turnglugganum stara dauðvona menn á kafarana, en ljóskastarar þeirra glóa eins og græn blys í sjónum Kafararnir verða jress áskynja, að stormurinn muni hafa aukizt að mun. Þeir bókstaflega hanga í fest-unum, lyftast. upp og falla svo ómjúk- lega niður á þilfarið á Thetis. Straumurinn hefur líka aukizt. „Það er að flæðá,“ hugsa kafararnir. Mc Kenzie gefur merki um, að draga þá alla þrjá upp. Of seint! Þeir geta nú ekki borað gat á skipssíðuna og geta ekki komið fyrir J>rýstiloftsslöngum til þess að dæla úr kaf- bátnum. Þeir geta ekki heldur fyrr en um næstu fjöru komið fyrir þéttiloftsgeymi

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.