Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 25
---Nýtt S. O. S. 25 út uni aftara hólfið. Flýtið ykkur!“ „Gefist ekki upp, drengir!“ er svarað. „Sjóherinn hefur sent skeyti til Scapa FIow!?“ Einhver hrópar bölbænir yfir ]teim, er stjórna slíkum aðgerðunt. „Hættið björgunarstorfinu!" Menn þeir, sem enn eru eftirlifandi, lokaðir inni í liinum sokkna kallrát, vita ekki, al hvaða ástæðu hann stikk að' nýju. Mclntyre skipherra veit það ekki heldur; hin étta skýring kemur fram síðar \ið réttarjirófin. Að skera gatið á afturlyft- inguna var örlagarík yfirsjón. F.n það hefði þó ekki haft svo illar afleiðingar, ef fest- arnar hefðu ekki slitnað, sem áttu að halda afturlyftingunni upp úr sjó. Festin var hvorki níeira né minna en 23 cm að þver- máli og vóg 250000 kg. Með henni hefði verið hægt að draga kafbátinn að landi. E11 festin var biluð á einum stað. Og þar brast hún. I Thetis er nú beðið komu hins fræga kafara McKenzie. Hinir innilokuðu rnenn vita ekki, sem betur fer, að McKenzie hafði boðist til að koma tafarlaust með flugvél, er liann heyrði fréttina um slysið. Hann var þá að vinna við þýzkt her- skip, er hafði sokkið í Scapa Flow. Boði McKenzie hafnaði framkvæmdastjóm Cammell-Laird ineð símskeyti! F.r sjóhersstjórnin vissi hvernig í málinu lá, sendi hún tafarlaust loftskeyti til fyrir- tækisins „Cox Danks Ltd“, er stóð fyrir framkvæmdum í Scapa FIow, og bað um, að Mc Kenzie og samverkamenn hans skyldu tafarlaust sendir í flugvél til Liver- pool. Þessir samverkamenn Mc Kenzies voru liins vegar á hafsbotni við vinnu sína, er síðara skeytið kom. Þeir voru þá að vinna.við þýzka beitiskipið „Derffling- er“ á 14 metra dýpi. Ferðalag McKenzies.og kafara hans yar einstakt í sinni röð. Fyrst var farið með luaðbát hersins til Lyness. Kafararnir höfðu ekki tíma til að fara úr kafarabún- ingum sínum. í þessum þunga búningi og nteð koparhjálminn undir hendinni fara |ieir um borð í vélbát. Frá Lyness er þeim ekið í bíl til flugvallarins í Longhope. Arakti múndering þeirra mikla eftirtekt manna, enda líktust þeir einna helzt Marz- búúm, eins og menn hafa gert sér hug- myndir um þá. Flugvélin var lítil svo þeir urðu að' þjappa sér vel saman. í Iverness stigu þeir upp í aðra flugvél. Fyrir framan Spekeflugvöllinn í I.iverpool bíður vöru- bíll, sem ekur þeim allt hvað af tekur nið- ur að höfninni. „Jæja, loksins!“ ávarpaði þá skipherr- ann á tundurspillinum, er þeir stigu um borð. „Getið þið tekið til starfa núna strax, klukkan tíu að kvöldi?“ „Niðri í sjónum er alltaf nótt,“ svarar McKenzie og spýtir munntóbakslegi á þil- far tundurspillisins í fullkomnu hispurs- leysi. „Hvar hafið þér logskurðartækin?" spyr skipherrann. „Því miður, Sir,“ svarar Mc Kenzie. „Ekkert rúm fyrir þau í flugvélinni. I fyrradag hafði ég allt tilbúið. Stór flug- vél beið þá eftir okkur og öllum okkar tækjum á flugvellinum í Longhope. En Cammell-Laird hafnaði boði okkar. Hagði ekki þörf fyrir okkur!“ Tundurspillirinn „Matabele" klýfur öldurnar með meiri hraða en nokkru sinni íyrr. Loks leggst hann upp að tundurspill- inum „Vigilant". Mc Kenzie og menn hans fara um þorð í hann. „Hvað ætlið þér nú að gera fyrst?“ spyr Mc Intyre. „Það, sem ég ætlaði að gera. í gær!“

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.