Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 10

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 10
io Nýtt S. (). S. kýs að vera þar sem minn staður er. í turninum með yður . . . “ „Engin mótmæli! Hjálmum þeini, sem eru nefklemulausir, verður úthlutað til á- hafnar og þeirra, er unnu að smíði Tliet- is. F.n þá má ekki nota fyrr en útséð et um aðrar leiðir til björgunar. l»rír menn gefa sig frant, sent kjósa að reyna þessa leið af frjálsum vilja, til þess að ganga úr skugga um, hvort þessi leið til björgun- ar er fær.“ Þá snéri Bolus sér aftur að forstjóran- um. „Yður er einnig heimilt að gefa yður fram, Sir, ef þér óskið þess. F.g mun ekki hindra það á neinn hátt.“ „Getið þér ekki náð sambandi við yfir- borðið með neðansjávarhljóðtæki?" spurði Sbaw. „Eg er sannfærður um, að þá fáið þér önnur fyrirmæli frá dráttarskipinu „Grebecock". Bolus reyndi að brosa, en brosið varð ekki nema gretta. „Neðansjávartæki þetta, sem fyrirtæki yðar ltefur látið í kafbátinn, er því miður ekki nothæft! Ætlið þér að reyna að fara upp með ófullkominn Davies-hjálm? Eg verð að aðvara yður. Við liggjum á fjöru- tíu metra dýpi. Við þrýstinginn þrengit sjórinn sér inn í nef og munn. Slíkt af- bera ekki aðrir en hraustustu menn.“ „En ef maður lokar nefinu með hend- inni?“ „Stráumur og flotmagn útilokar, að það sé liægt. En, sem sagt, þetta getur heppn- ast. En sá, sem kemst klakklaust fyrstu tuttugu metrana, hann hefur möguleika til að komast lífs upp.“ „Eg afsala mér tækifærinu,“ mælti Shaw brostinni röddu. Nú tilkynnir Woods, að þrír menn hafi gefið sig fram til að fara upp með þeim ófullkomnu tækjum, sem fyrir hendi eru. Hásetamir Hamboch og Howell opna bjíirgunarhólfið. „Farið ekki of snemma í stigann," að- varaði Bolus mennina. „Takið fyrir nefið með hægri hendi! Með vinstri hendi hald- ið þið ykkur í stigann, og bíðið þess, að hólfið fyllist.. Hafið gát á, ef björgunar- beltið ætlar að skjóta ykkur upp of hratt. En sleppið ykkur ekki fyrr en sjórinn er hættur að streyma inn í hólfið. Bolus kveður mennina með handabandi. „Segið þeim upp, að þeir skuli senda lyfti- skip með lörigum lyftitrossum. Og slöng- ur til að dæla þrýstilofti. Veri svo heppnin með ykkur, drengir! Gangi ykkur vel!“ l»á vék hann sér að einum hinna þriggja manna og mælti lágt: „Ef þú kemst upp. skilaðu þá kveðju til konunnar minnar." Nú lokast dyrnar að kafarahólfinu, vatns þétt og loftþétt. Bolus og Woods gefa gæt- ur að félögunum þremur, gegnum gægju- gat. sem varið er þykku gleri. „Fylla hólfið!" skipar Bolus. Þá heyrist dimmur niður, er sjórinn streymir inn í hólfið. Hann nær mönnun- um í brjósthæð. Ljósaumbúnaðurinn í hólfinu er í ólagi: aðeins einn mannanna hefur raflampa hangandi framan á sér. Hann varpar daufu skini á dimmleitt vatnið. Enn umlykja stálveggir hina þrjá fífl- djörfu inenn, en sjórinn streymir enn inn með jöfnum þrýstingi. Þeim hlýtur að veitast örðugt að anda gegnum súrefnis- slöngu björgunarhjálmsins. Þeir eru eins og dinnnir skuggar í vatninu. „Opna lokið!" skipar Bolus. Hamboch snéri ásnum og lokið opnast. En mennirnir eru hreyfingarlausir í hólfinu. Höfuð þeirra hníga niður á bringu og það er eins og líkamir þeirra þrúgist niður undan vatnsþungánum.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.