Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 30
30 Nýtt S. O. S. Hinzta ferð Lusitaniu. Framhald. A einni höfninni lágu gæzluskip. U-20 sigldi allljarri St. Rilda að vestan. Þá var )rað 3. maí, meðan enn sá til Suðureyja, að Schwieger, kafbátsforingi, rakst á farmskip, sem hann taldi hér um bil 2000 lestir að stærð. Hann hleypti af einu tundurskeyti. Það missti marks. Þeg- ar liann sá, að skipið sigldi undir dönsk- um fána, ákvað hann að hætta við árásina. Heimsstyrjöldin hófst nokkrum vikum eftir þennan atburð og sópaði burt æs- ingu og reiði almennings vegna þessa luirmulega slyss. Tlietis var lyft af hafsbotni og tók þátt í styrjöldinni á hafinu, og hét þá „Thund- erbolt“. „Saknað í árá'sarferð," tilkynnti sjóhers- stjórnin brezka. í dag liggur Thetis á hafsbotni. Endir. Schwieger vildi um fram allt halda ferð sinni áfram. Samkeppni var ákaflega mik- il milli kafbátsforingja, og U-23 hafði ein- mitt sett ögrandi met. Á ferð undan suð- vestur- og suðurströndum írlands milli 28. og 30. apríl hafði U-23 sökkt kolaskipi flotamálaráðuneytisins, Mobile, tveim öðr- um kolaskipum, Cherbourg og Fulgent, og rússneska skipinu Svorono. Þá var skipum sökkt annars staðar, allt frát Norðursjó og vestur að St. Kilda og enn lengra út, og suður að Biskajaflóa. Bæði skip hlutlausra ríkja og stríðsaðila gáfu gætur að stálturninum, sem reis skyndilega upp úr sjónum, — eða fyrsta viðvcirunarmerkið \ar sprengihljóðið, er tundurskeytið bart skyndilega enda á ör- yggiskenndina. Danska skipinu ,Cathy, var sökkt um Jjessar mundir í Norðursjó. Brezka togar- anum, Stratton. sem var ekki allfjarri, var sökkt með fallbyssuskothríð eftir að áhöfn- in hafði farið í bátana. Howard, skipstjóri á togaranum, og litla skipshöfnin hans voru flutt 'um borð í kafbátinn. ..IJetta er ekki einn af nýjustu kafbát- imum ykkar?“ spurði ganili fiskimaðurinn í allri sinni hóg\ærð. ,.Nei,“ sagði kafbátsforinginn, „en spyrj- ið'einskis. \7ið ætlum ekki að skaða skips- höfn yðar, en þér voruð að afla Englend- ingum matar. Við verðum að koma í veg fyrir það.“ Þjóðverjarnir höfðu ráðgert að hafa fiskimennina innanborðs um nóttina og setja þá á land undir morguninn. Um kl. 10 um kvöldið sást ljós úti við sjóndeild- arhringinn, og hinum brezku gestum var hið skjótasta skotið í björgunarbátinn á ný, síðan kafaði kafbáturinn og hvarf út í myrkrið. Togarinn. Merrie Islington, var skotinn

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.