Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 3
Þann 15. desember 1952 ók leigubíll frá
Gare Centrale í Marseille, aðaljárnbrautar-
stöðinni, með ógnarhraða niður að höfn-
inni. Bílstjórarnir í Marseille eru nefni-
lega þekktir fyrir ógætilegan akstur. Mað-
ur, nokkuð við aldur sat í aftursætinu.
Hann kastaðist fram og aftur í sætinu, en
hristi bara höfuðið jaolinmóður á svip.
Marseille, þú breytist aldreil Húsin þín'
í St. Lazare eru eins tötraleg og fyrir 25
árum, þegar ég fór í fyrsta sinn til Bassin
National. Þrátt fyrir allt ert þú samt og
verður einskonar perla í keðju gömlu,
frönsku hafnarbæjanna! Ójá, svona hugsar
maður. Hvað væri Miðjarðarhafið, hvað
væri Frakkland án þín?
Þegar leigubíllinn nam staðar og far-
þeginn, herra Boucher, steig út, stóð hann
andspænis farþegaskipi, er skyldi flytja
hann yfir Miðjarðarhafið í annað sinn, til
Egyptalands, sem var hans annað föður-
land.
Það voru nú liðin 25 ár, næstum upp
á dag, síðan hann yfirgaf ættjörð sína og
hét til Port Said, hóf starf sitt hjá stjórn
Súes-skurðarins. Öll Jressi ár hafði liann
aldrei komið til Evrópu, heldur notað
hvert sumarleyfi til að skoða sig un> i hin-
um stóra heimi Asíulandanna. Það var
fyrst nú, að hann fór í sumarleyfi til Frakk-
lands. Og nú var liann á leið heim til
Port Said. •
Einkennileg tilviljun — þá var það sama
skipið og í dag — og þó allt annað. Hann
var hárviss um, að það var „Champollion",
er hann tók sér far með til Indókína fyrir
tveim árum.
Jæja, samt var „Champillion" ekki alveg
eins í dag. Herra Boucher mundi ekki bet-
ur en framstefnið hefði verið lóðrétt og
reykháfarnir verið þrír og allir svartir
eins og vera bar á skipi frá Messageries
Maritimes. Úr þrernur reykháfum, þar
sem raunar aldrei rauk úr einum, var bú-
ið að gera einn reykháf stuttan og sveran,
átti að vera nýjasta tízka. Eða }>á bógur-
inn! F.ins og skeið lyfti hann sér á öldun-
um. F.kkert af glæsibrag nýtízku llnuskipa
með oddmynduðu framstefni, skip, er þutu
um hafflötinn með miklum hraða. Jú, rétt
er það. Nokkrum árum fyrir síðustu heims-
styrjöld hafði Champollion ekki verið í
förum um hríð. Þá var víst sett ]>etta stefni,
sem kennt er við Meier hinn austurríska.