Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 7

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 7
Nýtt S. O. S. 7 tíu skip fylgdu snekkjunni um skurðinn, er var þar með opnaður til umferðar. Kostnaðurinn við verkið nam alls 19 milljónum sterlingspunda, og var tveim þriðju kostnaðar aflað með hlutabréfum. Sex milljónir punda borgaði Khedive Ismael. Skurðurinn var 161 km. á lengd, en breidd við vatnsborð 60—110 metrar. Breidd skurðarins í botni var til að byrja með 22 metrar og dýpi 8 metrar. Er tím- ar liðu var farvegurinn breikkaður allmik- ið, svo nú er breiddin við yfirborðið 100 — 130 metrar. Botnbreidd er nú 36—50 m. og sumstaðar meiri. Dýpi er nú 12 metrar. \rið opnun Súezskurðarins styttist sjó- leiðin frá Evrópu til Indlands, er áður var fyrir Góðrarvonarhöfða, um hvorki meira né minna en 600 sjómílur (ca. 10 þús. km.). Nokkrar tölur sanna nauðsyn þessa mannvirkis. Á fyrsta ári sigldu 486 skip um skurðinn. Tíu árum seinna var tala þeirra 1477, samtals 3,2 millj. tonn. Um aldamótin hafði tala skipanna nffaldazt, en tonnatala 25-faldazt. Árið 1913 fóru rösklega 5000 skip um skurðinn, samtals 27 millj. br. tonn. Tekjurnar af skurðinum voru í sam- ræmi við aukna umferð. Á þriðja ári var ágóði félagsins orðinn 2 millj. gullfranka, en um aldamót voru árlegar tekjur 60 milj. franka. Eins og fyrr er að vikið, voru Bjetar Súez-félaginu þungir í skauti. Brátt urðu þeir þó að viðurkenna nauðsyn þessarar „tilbúnu" sjóleiðar. Fjárþröng Khedivens kom Bretum í góðar þarfir. Með mikilli leynd og án vitundar og samþykkis parla- mentisins, keypti Disraeli, þáverandi for- sætisráðherra Breta, öll hlutabréf brezka varakonungsins. Sjaldan eða aldrei hafa gróðavænlegri viðskipti farið fram. Síðan kaupin voru gerð hefur Bretland grætt milljarða marka (DM) á þessum hlutabréfa kaupum. Árið 1952 var gróði þeirra 800 millj. marka. Þá var Bretland með samningi frá 1889 við egypsku stjórnina veitt þau sérréttindi, að gæta hernaðarlegs öryggis Súezskurðar- ins. Frá eim tíma hefur Bretland haft hin umdeildu yfirráð yfir skurðinum. V('31d Breta voru hinsvegar takmörkuð verulega með samningi þeirra og Egypta frá 19. október 1954, en samkvamit hon- um áttu allir brezkir hermenn og iðnfræð- ingar að vera á brott af Súezsvæðinu inn- an 20 mánuða. Nú er skurður háður vemd egypskra hermanna, en stjórn Súezfélagsins er eftir sem áður í höndum Breta og Frakka. F.n ekki líður á löngu unz Egypt- ar hafa þar öll völd, því 16. nóvember 1968 er sérleyfið, sem gilti til 99 ára, fall- ið úr gildi.* * „Hvað er nýtt að frétta frá Súez, herra Boucher?" spurði klefafélagirin. „Taka ekki Egyptar við öllum forráðum innan skamms, samkvæmt gerðum samningi?" „Svo er það,“ svaraði Boucher. „Sam- kvæmt samkomulaginu frá 1949 veTða sjö menn frá Egyptum í stjórninni árið 1964. Alls eru stjórnarsvæðin tíu og á níu af þeim verða Egyptar í meirihluta. „Og hvernig verður þá með starf hafn- sögumannanna?" „Þeir Iiætta líka hver af öðrum. Annar hver hafnsögumaður verður Egypti. Þegar sérleyfið frá tíð Lesseps rennur út verður yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna skurð- * Þetta er skrifað árið 1955.

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.