Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 8
8 Nýtt S. O. S.
arins Egyptar."
„Þá er útlitið ekki beint glæsilegt fyrir
yður, herra.“
Boucher brosti. „Þá verð ég orðinn gam-
all og verð ásáttur með að taka mér hvíld.“
„Kannske á skipi?“ spurði félagi hans og
glotti við.
„Því ..ekki það? — Mér finnst hvergi
skemmtilegra en einmitt á skipi. Maður
lifir bara á því, sem maður hefur aurað
saman þangað til lokinu verður smellt á
líkkistuna.“
„Eigið þér kannske hlutabréf í Súez, svo
að þér þess vegna getið leyft yður svo
kostnaðarsamt ævikvöld?"
„Líka svot“
„Þá óska ég yður til hamingju! — Það
er sagt, að Súezfélagið sé arðbærasta fyrir-
tæki heimsins.“
„Alveg rétt! 1937 voru 36 milljónir
smálesta fluttar um skurðinn. Það var
metið fyrir styrjöldina. Eftir stríðið tvö-
faldaðist sú tala vegna hinna gífurlegu ol-
íuflutninga frá Persaflóa. Á síðasta ári
komst talan upp í 88 millj. lesta.
Tekjurnar voru svo að sarna skapi. 1937
voru þær hér um bil 1,3 milljarðar franka
og það einungis vörugjöld. Þá koma til
viðbótar tekjur af hafnsögu, drykkjarvatns-
flutningi og sitthvað fleira. 1951 rýrnaði
að vísu verðgildi frankans. Þá voru bók-
færðar. tekjur 27 milljarðiar fránka, en af
því voru tæpur helmingur útgjöld. Eftir
1952 gátu hluthafar skipt á milli sín átta
milljörðum franka að loknum afskriftum,
en nokkuð af þessari upphæð fékk egypska
stjórnin, stjórnarmenn í félaginu og starfs-
menn.“
„Og eitt sinn héldu menn, að þessi
„Lessepsskurður" yrði eitt mesta tapfyrir-
tæki heimsins.“
„Ójá, tölurnar sýna annað. Fyrir eitt
£/ ~Ma//aha
MSl Kontarah Osf m
IsmailÍQ
7bnsahSea
\GroiícrBittinet
K/aJrttr
TtitfcrsCi
RirtTívfiK,
hlutabréf, sem hljóðar á 500 franka að
nafnverði borga menn í dag 99000 franka,
sem sagt eitt hundrað áttatíu og fimm-
falt upprunalegt verð.
„Verstur fjandinn, að enginn skuli arf-