Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Side 11

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Side 11
Nýtt S. O. S. 11 inu, héldu áfram ferðinni til Beirut. Skipið hreppti versta veður við strendur Egyptalands. Fáir farþeganna höfðu nokkru sinni ferðazt með skipi í öðru eins veðri. Svona djöfladans þoldu ekki nema allra sjóvönustu menn. Egypzki hafnsögumaðurinn varð að halda áfram með skipinu til Alexandríu, því ófært var ofan í léttbátinn, er ætlaði að sækja hann. Engum var vært á þiljum uppi lengur. Það var hvorttveggja, að oftast var ausandi rigning og skipið lá undir stöðugri ágjöf. í veðri sem þessu og sjógangi reynist bezt að vera sem mest miðskips. Veltu gæt- ir minna þar. Flestir farþeganna höfðust við í bóli sínu og báðu máttarvöldin að stilla vind og sjó. Það voru ekki nema þeir allra sjóhraust- ustu, er dvöldu í reyksalnum eða sátu við barinn, drukku sinn venjulega aperitif og höguðu sér í öllu eins og skipið væri á sléttum sjó. Farþegarnir þurftu* ekki annað en sjá um sig, en hjá skipshöfninni óx erfiðið um allan Iielming. Margur heldur, að sjó- menn gildi einu um hamfarir hafsins, en sannleikurinn er þó sá, að þeir eru sumir sjóveikir. En sjómaðurinn verður að genga sínum skyldustörfum; hann getur ekki labbað í koju sína, ef honum líður illa. Sem betur fór, var áhöfnin á Cham- pollion þrautreynd og sjóhraust. Það kom sér líka vel, því oft var svo að varla sá handaskil fyrir myrkri og regni. Sjaldan eða aldrei hafði skipið hreppt verra veður en þessa ömurlegu desember- nótt árið 1952. „Eg held satt að segja, að vetrarstorm- arnir færist í aukana ár frá ári,“ mælti Henri Bourde skipstjóri við fyrsta stýri- manninn Blachére að nafni. „Miðjarðar- hafið er áreiðanlega í sínum versta ham núna. Vonandi heppnast okkur að koma hafnsögumanninum í land, annars verðum við að bíða unz veðrið lægir." Yfirhafnsögumaðurinn frá Beirut og bræður hans, synir Ibrahims gamla Bal- pajy, er stofnaði hafnsögumannsstarfið á öldinni sem leið, voru þeir reyndustu og traustustu hafnsögumenn, er yfirmennirn- ir á Champllion töldu kost á að fá. I hvert sinn, er skipið nálgaðist þessa austustu höfn Miðjarðarhafsins var Balpajys til stað- ar til þess að vísa því örugga leið inn á skipalægið. Aldrei hafði orðið slys hjá Bal- pajy. Raunar hafði veðrið aldrei verið svo slæmt sem nú. Enn einu sinni beygði Bourde sig yfir sjókortið, athugaði stefnuna, er stýrimað- urinn hafði markað, blaðaði i vitaskránni til þess að ganga úr skugga um, hvort nokkur breyting hefði orðið á vitaljós- merkjum og skipaði loks svo fyrir, að hann yrði vakinn um leið og vitaljós sæ- ist blossa á ströndinni. Þá gekk hann af stjórnpallinum. — Það var komið fram yfir miðnætti. Menn höfðu tekið á sig náðir. Einnig þeir, er voru þaulsætnastir samkvæmismenn höfðu geneið til klefa sinna. Brytamir lagfærðu ýmislegt f sölunum, slökktu Ijósin og kveiktu næturljós. Brátt ríkti kyrrð hvarvetna í skipinu, ut- an það, að sjóirnir skullu á skipssfðunum jafnt og þétt, stormurinn gnauðaði án af- láts og dynur vélanna var háttbundinn og viss. Hér og þar mátti heyra þungar stun- ur úr klefa, grát barns, sem gat ekki feng- ið þráða hvíld. Stundarfjórðungi fyrir kl. 4 um morg- uninn var sem fyrstu lífshræringamar á

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.