Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Qupperneq 13
Nýtt S. O. S. 13
Þegar lóðsbáturinn var kominn út fyrir
hafnargarðinn næstum endastakkst hann í
öldurótinu. Báturinn hófst með feikna
mikilli öldu, svo Radwan, er stóð við stýr-
ið, hafði næstum misst fótanna. Báturinn
hvarf í öldudalinn, og svo leit út, að enda-
loka væri skammt að bíða, er næsti sjór
skall á lionum. En hann hófst upp, sjór-
inn rann út á bæði borð. Vélin var ger-
semi, gangviss með afbrigðum. Það skipti
mestu máli.
Um klukkan 5,30 var báturinn kominn
á staðinn. Radwan horfði hvössum augum
í þá átt, sem Champollion var von.
Það var ekki létt verk að halda bátnum
í horfinu þarna úti á opnu hafi. Það kom
sér vel, að þeir bræður voru sjógarpar.
Þeir biðu stundarfjórðung eftir stund-
arfjórðung og ekki sáust ljósin á farþega-
skipinu. Það hefði þó átt að vera komið
í sjónmál fyrir löngu vegna Iiins sterka
meðbyrs.
Klukkan varð sex — hálf sjö — og ekki
sást til Champollion. Lóðsbáturinn hafði
ekki loftskeytatæki og gat því ekki spurzt
fyrir um, hvort ný tilkynning hefði kom-
ið frá skipinu. Nú var ekki nema tvennt
til að áliti Radtvans: að halda til hafnar
og leita frétta, eða bíða um sinn. í veðri
sem þessu var sá kostur allt annað en góð-
ur. En hann ákvað samt að bíða. Hvað
mundi skipstjórinn hugsa, ef hann kæmi
og lóðsbáturinn væri ekki á sínum stað?
En honum var allt annað en rótt. Bróð-
ir hans, er var kominn upp í stýrishúsið
og skorðaði sig þar skildi hvorki upp né
niður, hvað hefði tafið skipið.
„Annað hvort er, að tilkynningin til
okkar hefur verið á misskilningi byggð,
eða vélar skipsins hafa bilað! — Eigum
við ekki að snúa heim og fá fréttir. Hér
kemur maginn upp í hálsinn á manni!“
Bróðir hans var enn í vafa um, hvað
gera skyldi, er þeir allt í einu heyrðu mik-
il liróp á bak við sig. Lítill mótorbátur
lxafði komið frá bækistöðvum hafnsögu-
manna án þess að þeir tæki eftir því. Hann
nam staðar í kallfæri við lóðsbátinn og
þeir kölluðu í gjallarhorn:
„Halló — Radwan! — Orðsending frá
Elchat Elmalhoun: Stórt farþegaskip með
einum reykháf strandað! Þeir hafa sent út
neyðarmerki!"
„Stórt farþegaskip með einum reykháf?"
Bræðurnir horfðu óttaslegnir hvor á
annan. Það gat ekki verið um annað skip
að ræða en Champollion!
„Það er þetta helvítis rif hjá Elchat EI-
malhoun! Höldum af stað til baka!“
Þrátt fyrir haugasjó tók lóðsbáturinn
mjög krappa beygju. Báðir bátarnir héldu
til hafnar hið skjótasta. Bræðurnir höfðu
vart fest bátinn, er þeir fengu staðfestingu
á því, er skeð hafði.
Gegnt rifinu við Elmalhoun höfðu
strandverðir bækistöð sína, um 50 metra
frá ströndinni. Þar dvöldu þrír hermenn.
Þeir höfðu símað, að í dögun hefði komið
stórt skip með fullum Ijósum og stefnt
beint upp að ströndinni.
Á síðustu stundu virtist sem tekið hefði
verið eftir því að skipið var ekki á réttri
leið. Skipið hafði allt í einu reynt að beygja
á stjórnboða. En það var um seinan. Að
vísu hafði það snúið til hálfs, svo hlið
þess snéri að ströndinni ,en þá tók það
niðri og fékk sig hvergi hrært. Það hafði
stefnt á rifið, er var rúma 200 metra und-
an ströndinni, með fullum hraða.
Fréttin um strand Champollion fór eins
og eldur í sinu um Beirut á örskammri
stundu. Slökkvilið, hermenn og björgunar-
bátar var kallað á vettvang. Forvitið fólk
þusti til strandar hundruðum saman þrátt