Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Blaðsíða 14
14 Nýtt S. O. S.
fyrir storm og regn 'til þess að vera vitni
að því, er stórskp strandaði.
Það var með öllu óskiljanlegt, hvernig
annað eins og þetta gat viljað til. Skip-
stjórinn hafði oft og mörgum sinnum far-
ið þessa leið og jafn oft komið til hafnar
í Beirut. Hvað hafði komið fyrir, að skip-
ið skyldi stefna beint á ströndina í stað
þess að halda venjulega leið inn á höfn-
ina?
Skipstjóri, stýrimaður og aðrir, er voru
á vakt, er Champollion strandaði, voru
í rauninni eins undrandi og fólkið, er
skundaði til strandarinnar.
Öll vaktin hafði séð ljósbfossa vitans
með eigin augum og vissi, að þetta var
vitinn í Beirut. Stefnan, sem tekin var,
var nákvæmlega sú sama og jafnan áður.
En þá hlaut eitthvað að hafa gerzt er
ruglaði skipstjórann í ríminu og stýri-
manninn, er var á vakt.
Þegar stefnan var tekin samkvæmt af-
stöðu frá vitanum í Beirut og varðbergs-
maðurinn tók að skyggnast eftir lóðsbátn-
um, en hans var von á hverri stundu.
hrópaði vaktmaður, er hafðist við út við
brúarvæng bakborðsmegin.
„Ljós þvert á bakborða!“
En næstum í sömu andrá veittu menn
athygli grænu og hvítu ljósi, er sendu út
geisla sína á víxl.
Skipstjóri og stýrimaður litu livor á
annan og varð sýnilega ekki um sel. Vit-
inn í Beirut sýndi ekki grænt ljós!
En áður en mönnum var ljóst, hvað var
á seiði, hrópaði vaktmaðurinn á brúar-
vængnúm:
„Brimgarður framundan!“
Hann hafði komið auga á hvítan brim-
garðinn þó dimmt væri, Jrví hann skar
vel úr við svartan sandinn.
Næstum samstundis sá skipstjóri hvað
var að ske.
í sömu andrá eru skipanir sendar í vél-
arrúm og lagði hart á stýrið. Þrátt fyrir
þungan sjó var furðu auðvelt að snúa skip-
inu,. en allt í einu titrar Champollion
stafna á milli og bifast ekki lengur.
Þá hafði Jiað óskiljanlega skeð. En
hvernig?
Skipið var strandað hér um bil 3 km.
suður af innsiglingunni til Beirut á í'if-
inu við Elchat Elmalhoun.
Næstum samstundis slokknaði ljósið, er
hafði beint skipinu á þessar villigötur,
svo menn trúðu því helzt, að einhver
myrkravöld væru hér að verki.
En nú fór að birta smám saman og
menn sáu ströndina greinilega og landið
að baki hennar. Og þá var gátan ráðin.
Nokkra kílómetra inni í landinu, ná-
kvæmlega í þeim stefnu, er Champollion
hafði tekið, var nýgerður flugvöllur, Kha-
edé. Við enda hans var há súla og í toppi
hennar viðvörunar- og leiðarljós. Flugvöli-
urinn iiafði enn ekki verið opnaður til um-
ferðar, að minnsta kosti ekki opinberlega.
En nú stóð svo á, að flugvél var á lofti, er
ætlaði að lenda á þessum velli ; þess vegna
blikaði þetta iivíta ljós með nákvæmlega
sama millibili og vitinn í Beirut. Hins
vegar sást græna ljósið ekki fyrr, en kom-
ið var nær. Ljósið, er mennirnir á stjórn-
palli fai'þegaskipsins töldu vera leiðarljós-
ið við innsiglinguna til Beirut, og sem
stefnan var tekin eftir, var Ijósið við flug-
völlinn. Vegna þess, að flugvöllurinn hafði
ekki verið opnaður formlega, var þessi viti
vallarins hvorki skráður í handbók sjó-
manna né á sjókort og í blöðum hafði
heldur ekki verið getið um þetta ljós við
flugvöllinn.
Þetta afdrifaríka skeytingarleysi olli