Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Side 15

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Side 15
Nýtt S. O. S. 15 strandi Champollion og verður skipstjóri á engan hátt sóttur til saka fyrir það, er skeð hafði. * Þjónarnir hlupu eftir öllum göngum farþegaíbúðanna og drápu fast á hverjar dyr. „Gjörið svo vel að klæðast fljótt! — Komið upp á þilfar! “ Flestir farþeganna höfðu vaknað er svo harkalega var kvatt dyra. Sumir þutu upp úr rúmunum. Allir klæddust fljótt, er blástur eimpíp- unnar gall við. Sumir sveipuðu yfirhöfn- unum sínum utanyfir náttfötin og þurstu út á þilfarið. Farþegarnir voru ringlaðir og undrandi; óttaslegir spurðu þeir hvað væri að ske. Sumstaðar heyrðust jafnvel hræðsluóp. Fyrsti stýrimaður safnaði farþegunum saman í lyftingu skipsins á hléborða. Hann stóð þar eins og klettur úr hafinu og spurningarnar dundu á honum. En hann gaf engin svör, heldur lyfti hendinni til merkis um, að þögn skyldi ríkja. Hann ætlaði ekki að taka til máls fyrr en allir farþegarnir væru komnir. í nokkurri fjarlægð var annar stýrimað- ur og safnaði um sig reglusystrum. Þær voru lítt vanar heimsins volki og nú spurðu þær i dauðans angist, hvað væri að ske. „Verið bara rólegar, dömur mínar!“ á- varpaði hann hinn vanstillta kvennahóp. „Þér sjáið, að við erum aðeins í tvö hundr- uð metra fjarlægð frá ströndinni. — Hér er því sannarlega engin hætta á ferðum.“ Fyrsti stýrimaður hafði svipuð orð við sitt lið. Hann sagði fólkinu, að skipið hefði rennt upp á sandgrynningar, og þar sem það lægi gikkfast á rifinu væri vissulega engin hætta. Þau gætu og sjálf séð með eigin augum, að í landi væri gerður hvers- konar undirbúningur til bjargar farþegun- um. „Þér verðið að hafa dálitla biðlund, dömur mínar og herrar. Meðan stormur- inn geisar er mjög erfitt fyrir björgunar- sveitirnar að komast út í skipið. Við get- um ekki heldur krafizt þess, að þessir djörfu menn leggi líf sitt í hættu að ó- þörfu. Síðustu veðurfréttir gefa vonir um, að storminn lægi bráðlega. Þangað til bið ég yður að sýna fyllstu ró og aðgát!“ Smám saman náðu farþegamir sér eftir óttann, er hafði gripið þá. Þeir voru líka lieldur hastarlega rifnir upp úr fasta svefni. Það var !íka eins og þeir væru nú fyrst að skilja, hvað hafði hent skipið þeirra. En þeir voru örskammt frá landi og þar var mikill mannfjöldi með útrétt- ar hendur til að bjarga. Ef stormurinn hefði ekki þrumað af opnu hafi á kulborða og voldugir brotsjó- irnir skollið í sífellu á skipssíðunni endi- lancrri, svo lyftingin stjómborðsmegin lá undir áföllum, þá hefðu farþegarnir, eða að minnsta kosti þeir hugrökkustu, litið á J^essa töf sem spennandi tilbreytingu frá hversdagsleikanum. Þeir vildu vera uppi og sjá, hvað fram færi. Hinir, sem jafnan hrukku í kút, ef eitthvað óvenjulegt var á seiði, flýttu sér til klefa sinna og tóku til að pakka niður farangri sínum, titrandi liöndum. Svo báru þeir töskur sínar upp á þilfar, eins og nú lægi lífið á, að verða ekki of seinir í fyrsta bátinn. Eins og fyrsti stýrimaður sagði, voru ekki horfur á, að unnt yrði að hefja björg- unarstarfið að sinni. Til þess var stormur- inn of rnikill og foraðsbrim milli Champ- ollion og strandarinnar. Það sem stýrimaðurinn hafði ekki orð

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.