Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Qupperneq 17
Nýtt S. O. S. 17
þess að róa í land. undir forystu fjórða
stýrimanns.
Fréttin um þetta fífldjarfa tiltæki fór
eins og eldur í sinu um allt skipið. Að
fáum mínútum liðnum stóð mikil mann-
þyrping, sem ætlaði að sjá hversu til tæk-
ist með þetta hættuspil, út við borðstokk-
inn á Champollion.
Það reyndist miklum erfiðleikum bund-
ið að koma bátnum niður bakborðsmeg-
in vegna þess, hve skipið hallaðist. Svo
leit út lengi vel, að það mundi ekki tak-
ast. En loks heppnaðist hinum djörfu sjó-
mönnum að koma bátnum niður.
Þessi veikbyggða bátskel skall harkalega
á sjóinn. Ræðararnir sex og stýrimaður-
inn klifruðu niður kaðalstiga. Örskjótt
gripu þeir til áranna, ýttu bátnum frá
borði og réru mikinn frá skipinu. Nú
var um að gera að komast sem fyrst frá
skipshlið.
Fyrst í stað gekk þessi glæfraferð framar
vonum. Strengur var bundinn í þóftu
bátsins og honum slakað frá þilfarinu.
Á ströndinni fylgdi mannfjöldinn komu
bátsins með ugg og eftirvæntingu. Slökkvi-
liðsmenn og hermenn skipuðu sér í langa
röð með kaðal strengdan á milli sín, til
að vera viðbúnir að taka á móti bátnum.
Með sterklegum áratogum færðist bátur-
inn óðum nær brimgarðinum. Björgunar-
liðið óð út í sjóinn, eins langt og fært var.
Þarna — há alda reis, brotnaði á rifinu.
Nú náði brotsjórinn litlu bátsskelinni;
skutur bátsins lyftist, örstutta stund stóð
hann beint upp á endann og brotsjórinn
hvolfdi sér yfir bátinn.
Björgunarliðið" brauzt út í brimið eins
langt og nokkur kostur var. Það hafði
snör handtök að grípa mennina, er hrökt-
ust í brimgarðinum. Björgunarliðið náði
mönnunum öllum, og meira að segja bátn-
um líka, en hann var á allmjög brotinn.
Menn náðu líka línunni, sem var eins
og á stóð hið allra mikilvægasta. Kaðli
var bundið í línuna og dreginn um borð.
Læknar og hjúkrunarmenn önnuðustn
nú hina sjóhröktu menn og fluttu þá f
sjúkraskýli, en hermenn og slökkviliðs-
menn lögðu sig í líma við björgunina.
Er kaðallinn hafði verið dreginn um borð,
var annar og sterkari dreginn á eftir og
loks var sver stálvír strengdur milli skips
og lands.
En stálvírinn var þungur í vöfum og
mönnum varð aflfátt við að strengja
hann nægilega vel. Þá var brynvagn Iátinn
draga af slakann. Skriðhjólin byrjuðu að
mala. Vagninn þumlungaði sig um grýtta
brekkuna og þungur stálvírinn mjakaðist
hærra og liærra upp úr sjónum. Það
drundi ferlega í mótornum.
Skriðbcindin snérust og rótuðu upp möl
og grjóti. Enn var bara eftir að taka einu
sinni vel á, og þá var stálvírinn nægilega
strengdur.
En — allt í einu kemur ofsakippur. —
Brynvagninn þaut áfram. Stálvírinn skall
í sjóinn. Fólkið æpir upp yfir sig. Vlrinn
hefur slitnað. Sjö menn af áhöfn Cham-
pollion hafa hætt lífi sínu til einskis.
Farþegarnir voru lostnir skelfingu, er
þeir sáu stálvírinn falla í sjóinn. Nú fyrst
var Jreim fullljóst, hversu aðstaða björg-
unarliðsins var erfið og hættuleg. Þeir sáu,
að þeir voru herfang hafsins og feigðin á
næsta leiti, en land örskammt undan.
Flakið rykktist til, er brotsjóirnir skullu
á því. Stundum réttu þeir skipið um fá-
einar gráður, en það var aðeins til þess,
að það féll þeim mun meira á hliðina i
næsta skipti.
Hallinn jókst jafnt og þétt; aðstaðan