Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Side 19
Nýtt S. O. S. 19
gátu. En það var lítið hægt að gera £ólk-
inu til hjálpar.
Síðan afturhluti skipsins klofnaði frá,
var allt loftskeytasamband rofið, því loft-
netið var á aftursiglunni og var fallið í
sjóinn. Nú var því aðeins hægt að halda
uppi merkjasambandi við ströndina.
Þar var allt til reiðu til þess að taka
á móti skipbrotsmönnum og hjúkrunarlið-
ið viðbúið. Þar voru til staðar vörubílar,
sjúkrabílar, læknar .slökkvilið, hjúkrunar-
konur, lögregla, hermenn, fulltrúar yfir-
valda og sendiráða, ræðismenn og fjöldi
forvitinna áhorfenda, en enginn kunni ráð
til þess að bjarga skipbrotsmönnum í land.
Sjóflugvél var send á strandstaðinn frá
nálægum flugvelli. Hún átti að freista
þess að lenda eins nálægt flakinu og fram-
ast væri unnt. En hún varð frá að hverfa.
Brimið var allt of mikið.
Fleiri flugvélar hófu sig á loft. Þær
fluttu matvæli og ís samkvæmt beiðni frá
Champollion. Þær fluttu gnægðir matar í
pokum, en er þeim var varpað niður bar
stormurinn pokana langt af leið, svo allur
matarforðinn féll í sjóinn.
Skipstjórinn gerði hverja tilraunina a£
annarri til þess að hefja björgun. Allt valt
á því, hvort takast mætti að koma línu í
land. Sjálfboðaliðar voru valdir, og enn
einu sinni átti að róa í land með línu.
Nú var báturinn stærri og þyngri. Það
var ákaflega hættulegt og erfitt að komast
á flot vegna halla skipsins. Meira en
klukkustund leið. Loksins komst hann á
flot, en fyllti samstundis og brotnaði í
mél.
Þriðja tilraunin var gerð. Það var orðið
lífshættulegt að starfa á þilfarinu vegna
liallans, er alltaf fór vaxandi. Kjarkur ör-
væntingarinnar jók sjálfboðaliðunum þrek
og áræði. Eftir tvær klukkustundir tókst
að koma;bátnum á flot, ýtt var frá og róið
burt með kraftmiklum áratogum.
Enn mynduðu slökkviliðsmenn og her-
menn keðju og óðu út til að vera viðbúnir
að bjarga. Báturinn fórst í öldurótinu, en
nú var svo langt frá landi, að ekkert var
hægt að gera til bjargar. Einn bátverja náð-
ist, en var þá liðið lík. Bátverjar voru
þeir fyrstu, er létu lífið af Champollion.
Bátinn rak frá og var mikið brotinn. Og
með honum fór línan.
Þá var hætt frekari björgunartilraunum
af flakinu.
Nóttin færðist yfir og vonleysið greip
skipbrotsmenn fastari tökum en nokkru
sinni fyrr. Ekki bætti það úr skák, að úr
landi bárust merki þess efnis, að éngin
von væri til þess, að storminn lægði, held-
ur mundi sama illveður haldast.
Nokkru áður en myrkrið skall á veittu
menn athygli dökkum skýjabólstrum, er
spáðu allt annað en góðu. Brátt gekk á
með þrumum og eldingum. ískalt regnið
dundi á þilfarinu. Fólkið þyrptist þá í
skjól, þar sem það þjappaði sér saman. í
ægibjörtu ljósi eldinganna sáust vörubíl-
ar og Rauða Kross-tjöld.
Er eldingarnar voru liðnar hjá grúfði
dimm skelfingarnótt yfir ströndum Liban-
ons. Hjálpartækin voru uppi á ströndinni,
en fólkið hvarf af strandstaðnum. Úti á
rifinu hjakkaði flakið, eitt og yfirgefið og
hræðileg nótt fór í hönd.
En allt í einu var þremur sterkum ljós-
kösturum beint að skipinu. Tilgangurinn
var sá, að hafa gát á skipsflakinu, án þess
þó að vita hvað gera skyldi, ef því hvolfdi
allt í einu og fólkið færi í hafið.
Hallinn á flakinu var nú orðinn 45
gráður. Kæmi meiri sjór í skipið eða brim-
sogin græfu undan botni þess — hvað þá?
Og hvers var að bíða þarna úti á rifinu?