Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 21
Nýtt S. O. S. 21
Hann mátti ekki hindra áform þeirra.
Svo lét hann setja út kaðalstiga og lét
þilfarsmenn aðstoða sjálfboðaliðana.
Fýrstu farþegarnir, er lögðu út í lífs-
hættuna, voru tvær ungar stúlkur, tvíbura-
systur, bróður- eða systurdætur föður Lech-
ats. Hann lagði hendur yfir þær og bless-
aði þær, áður en þær steyptu sér í hafið.
Þær stigu út fyrir skjólborðið og klifruðu
niður kaðalstigann. Þær biðu neðst í stig-
anum drykklanga stund áður en þær köst-
uðu sér í liafrótið. Svo steyptu þær sér í
öldurnar.
Þær hurfu fyist sjónum í briminu. En
brátt sást á tvö liöfuð. Með rösklegum
sundtökum fjarlægðust ungu stúlkurnar.
Fólkið í flæðarmálinu sá strax, er hinar
hugdjörfu stúlkur köstuðu sér til sunds.
Nokkrir menn strengdu kaðal á milli sín
og óðu á móti þeim. Þeir stóðu í sjónum
upp undir axlir og stundum féll yfir þá.
Aðra stúlkuna bar óðum nær. Þeir gripu
í hendur hennar og hjálpuðu henni upp
á ströndina. Henni var borgið. Litlu síðar
hjálpuðu þeir hinni systurinni. Sterkum
örmum voru þær gripnar og bornar í land.
Þar tók hjúkrunarfólk á móti þeim og
læknir. Þær voru færðar í þurr föt og
lagðar í sjúkravagn.
Nú, er fólkið um borð sá með eigin
augum, að það var mögulegt að brjótast
gegn briminu, ef kjarkur var nægur, fór
einn á fætur öðrum niður kaðalstigann
og syntu áleiðis til lands.
Björgunarliðinu leist ekki á blikuna, er
það sá, að örvilnunin rak farþegana í stór-
hópum út í brimið. Tvö hundruð metr-
arnir milli flaksins og lands voru nú sá
örlagavegur, er ósýnt var, hve mörgum
heppnaðist að fara, ef hann vildi lífi halda.
Tugum saman stóðu slökkviliðsmenn og
hermenn í ísköldum sjónum með streng á
milli sín og réttu hjálpandi hendur hinu
sjóhrakta fólki.
Fjórir — fimm björguðust á land heilu
og höldnu. Sá sjötti var örendur. Líkið
var löðrandi í vélaolíu; olían hafði kom-
izt í lungun og kæft hann.
Þeir, sem á land komust voru þrotnir
að kröftum og var komið tafarlaust í
sjúkrahús.
Allstór hópur syndandi fólks lenti í olíu-
polli og komst þá hvorki áfram né varð
bjargað af öðrum vegna- fjarlægðar. Einn
eftir annan stukku þessir vesalings menn í
djúpið; olían kæfði þá. Þá var Cliampoll-
ion r>efið merki um að leyfa ekki fleirum
að freista þess að synda í land.
Af 70 manns, er syntu til lands, komust
að vísu 55 lifandi á land, en 15 létu lífið
í olíubrákinni.
Nú var þessi síðasta leið lokuð. Skipverj-
ar hindruðu þá, sem enn vildu reyna að
synda í land, ýttu þeim frá borðstokknum.
„Engin má reyna að synda í land! Of
mikil hætta! Þér kafnið í olíunni! Verið
kyrr um borð! Það eru enn möguleikar
til björgunar! Reynið að vera róleg og
þolinmóð og treystið guði!“ hrópaði faðir
Lechat.
Samkvæmt skipun skipstjórans reyndi
Desettres, annar vélstjóri, að komast nið-
ur ásamt nokkrum mönnum til að ná mat-
vælum. Þeir komu tómhentir til baka.
Allar vistarverur að c-þilfari voru fullar af
sjó. Meira að segja köfunartilraunir hefðu
reynzt til einskis. Það var útilokað að kom-
ast að vistageymslunni.
Hjálparbeiðni barst til fólksins á strönd-
inni. „Sendið matvæli og vatn. Við líðum
afskaplega!"
Enn voru flugvélar sendar af stað með
matarpoka og ís. Reyndir foringjar flugu
vélunum. Franski flugmálaráðheirann, er