Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 24

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 24
2 j Nýtt S. O. S. Usabí-flóann, ættum við að ná út að Cham- pollion. Eruð þið með?“ Þeir frændur kváðust að sjálfsögðu reiðu búnir að fara með honum. Hafnsögumaðurinn greip símann. Hann bað um samband við fyrirliða hersveitar í Beirut, er var þar að störfum í þjón- ustu ríkisins. Hann spurðist fyrir um, hvort liann gæti fengið til umráða stór- an flutningavagn. Ofurstinn kvað slíkan vagn mundu vera til reiðu. Innan skamms var vagninn kom- inn á staðinn ásamt sveit hermanna. Það gekk eins og í sögu að koma vélbátnum á vagninn. Að því búnu var haldið af stað. Hálfri stundu síðar var vélbáturinn kom- inn á flot og hélt út Usabí-flóann. Er menn um borð í Champollion sáu allt í einu annan minni bát nálgast flak^ ið er lagði að af sömu snilli og hinn, þá þökkuðu menn skaparanum þessa óvæntu björgun. Þrisvar lagði þessi litli bátur að Cham- pollion og hvert sinn fór hann frá borði fullhlaðinn skipbrotsmönnum og hélt til lands inn Usabí-flóann. En nú var Radwan kominn aftur og liafði enn náð sextíu manns af flakinu. Þá var lokið björgun, farþeganna, alls 181 manni. Þá var áhöfnin öl! eftir um borð. Henni varð að bjarga áður en Champollion leggð- ist alveg á hliðina. Og enn lagði hafnsögumaðurinn í Bei- rut af stað ásamt bróður sínum til þess að sækja áhöfn skipsins. í þriðja skiptið lagði liann að flakinu. Fimmtíu og níu menn yfirgáfu skip sitt. Aðeins einn vantaði: Bourde skipstjóra. Haún neitaði að yfirgefa skip sitt. Þá fór Radwan Balpajy í eigin persónu upp á skipsflakið. Hann þurfti ekki að leita lengi. Hann vissi, hvar skipstjórann mundi vera að finna. Er hann kom upp í brúna sá hann Bourde skipstjóra standa við gluggann og stara út á hafið. Hann leit ekki við, er hann heyrði fótatak hafnsögumannsins. „Herra skipstjóri! Eg flyt yður kveðju frá föður mínum! Þér þekkið hann. Eg hef svarið að koma ekki til baka nema þér komið líka. Ný lægð er að myndast og ofsastormur í aðsigi! Eftir klukkustund verður hann í algleymingi. Það þýðir endalok skips yðar. — Líf skipverja yðar, mitt, og yðar sjálfs er nú í yðar hendi!“ 'Hafnsögumaðurinn beið ekki svars. Hann gekk hröðum skrefum niður úr brúnni og sveiflaði sér út fyrir borðstokk- inn. Hann var varla kominn niður í bátinn, er hann sá hvar Bourde skipstjóri fetaði sig hægt niður kaðalstigann. Hann steig niður á þilfar lóðsbátsins án þess aðmæla orð frá vörum og um leið leysti Mahmud festar bátsins. í síðasta sinn lagði lóðsbáturinn frá Champollion. Hver einn og einasti skipverjanna á Champollion horfði á skipið unz það hvarf úr augsýn. Þeir voru að kveðja skip sitt hinztu kveðju.

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.