Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 26

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 26
2(i N<-tt S. O. S. upp í bátinn. Blóðið rann úr skrámum á höndum lians, og talsvert var af honum dregið. í um það bil 50 feta fjarlægð reis skutur Lusitaniu með fjórum, risastórum skrúfum bátt í loft upp og boðaði honum ógn og skelfingu. Hann horfði á skipið síga niður, en var ekki alveg viss um hvað mundi gerast næst. Elisabeth Duckworth leit yfir sjónarsvið- ið úr öðrum lífbáti, sem hafði á síðustu stundu komizt frá skipinu. Hún hafði aldrei séð neitt jjessu líkt áður. Hafið var jjakið mönnum og braki, ólýsanlegum brotum og dóti. Það var hræðile?t. Henni ægði ekki svo mjög að sjá fullorðna menn og konur, en j^egar börnin bættust við, jafnvel brjótmylkingar — þá var henni nóg boðið. Henni nægði ekki trúarstyrk- ur til þess að horfa á Jietta — hún hafði heldur ekki vani/.t því að sjá svona hluti. Hún þorði varla að hugsa til þeirra mörgu, sem hlutu að hafa lokazt inni í skipinu og sukku nú með því í sæ. Hún talaði nógu hátt til þess, að þeir, sem með henni voru í bátnum, heyrðu hana ljúka við 23. Davíðssálm: „ . . . því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu; 'bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég alla æfi.“ > 13- Allmörgum farjjegum, sem tekizt hafði að komast frá skipinu, ógnaði ný hætta, sem þeir höfðu alls ekki hugsað út í. Það var loftnet skipsins. Ferðamenn höfðu yf- irleitt vanizt því, að það gnæfði hátt á lofti við himinin sjálfan, alllangt fyrir ofan reykháfana. Loftnetið lagðist á Lauriat og dró hann niður. Honum tókst að losa sig og komst upp á yfirborðið aftur ásamt nokkrum öðrurn, sem svipað var ástatt um. Brooks, sem einnig varð fyrir loftnetinu, en losn- aði, taldi, að skipið hefði lagzt á hliðina og sokkið þannig, en Lauriat var á því að það hefði rétt sig við. Turner, skip- herra var á sömu skoðun, hann taldi, að skipið hefði hallazt um 5 gráður frá rétt- um kili. Turner hélt sér í stólinn og reyndi að svamla áfram með fótunum. Hann horfði á sjóðandi vatnið hvera og vella, hjaðna síðan niður og hverfa. Loftbólur mynd- uðust og hurfu og hafið varð jafnslétt og áður. Ekkert var eftir af Lusitaniu, nema nokkrir bátar í Jryrpingu, brak og fólk í sjónum. Á 18 mínútum hafði hafskipið eyðilagzt og horfið með öllu — þurkazt út, eins og það hefði aldrei verið til, afmáð af yfir- borðinu eins og Karþagó forðum. Georg Kessler stóð upp í bátnum sín- um og horfði á froðuna, sem myndaðist, er skipið sökk. Hún var óðum að hverfa og hafið að færast í samt lag. Hann lét undrun sína í ljós: „Guð minn góður ------ Lusitania horfin.“ Þeir, sem stóðu á ströndinni og horfðu á skipið sökkva í sæ, líktu því við, að leikfangabát hefði hvolft í þvottabala og horfði skyndilega til botns. Sumir þóttust hafa heyrt dynkinn, er álitið var, að katl- arnir hefðu sprungið. Merkjastöðin í Kin- sale setti tímann kl. 2,33 e. h. Um alla suðurströnd írlands flykktist

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.