Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 31
Nýtt S. O. S. 3
fyrrnefnda, áætlaði, að hann ætti fáeinar
mílur ófarnar að Lusitaniu. Um leið og
skipin fóru hvort fram hjá öðru, lét Wood
bátsmann sinn senda boð með fánamerkj-
um.
„Hefur þú heyrt nokkuð um slysið?“
Áður en Rae,- skipstjóri á City of Exeter
gat svarað á merkjamáli, kom Wood auga
á sjónpípu kafbáts, sem einhvern veginn
liafði komizt á milli skipanna og var nú
um það bil mílufjórðung burtu og beint
fyrir atfan Etonian, skip hans.
Þá fór kafbáturinn í kaf, og sáu þeir
það, sem voru á verði á Etonian. Wood
hringdi ofan í vélarrúmið og bað um all-
an þann hraða, sem unnt var með nokkru
móti að láta í té og var ánægður yfir hin-
um skjótu svörum.
Fáenunr mínútum síðar sá Wood sjón-
pípuna koma aftur upp fyrir aftan. Kaf-
báturinn elti skipið, en dróst smám saman
aftur úr. Wood ætlaði, að hann færi með
um það bil tveggja mílna minni hraða
en Etonian.
Þegar bilið milli Etonian og kafbátsins
var farið að aukast, kom Wood, skipstjóri,
auga á annan kafbát, sem vaggaði á yfir-
borðinu framundan á stjómborða. Hann
sveigði þegar frá honum. Kafbáturinn kom
á eftir.
Að átta mínútum liðnum var kafbátur-
inn kominn í kaf. Sjónpípan á hinum
fyrri var nú horfin. En bæði skipin, Eton-
ian og City of Exeter, liröðuðu sér vestur
á bóginn og reyndu að komast svo langt
á undan kafbátunum sem auðið var. Skip-
stjórarnir voru á einu máli um, að það
væri verkefni flotans að koma Lusitaniu
til hjálpar.
Að öllum líkindum voru Etonian og
City of Exeter nær staðnum, þar sem Lusi-
tania sökk en yfirmenn þeirra gerðu sér
ljóst, því að tvö skip, sennilega Etonian
og City of Exeter, sáust frá björgunarbát-
unum.
Einn þessara báta var undir stjórn El-
isabeth Duckworth. Henni hafði ásamt
þremenningunum tekizt að draga um það
bil 40 menn úr sjónum. Þau Elisabeth
voru orðin uppgefin á róðrinum, og þau
töldu, að skipin væru að koma þeim til
hjálpar. Þau höfðu fylgzt með skipunum
og sáu, að þau breyttu stefnu og urðu
smám saman minni, unz þau hurfu út fyr-
ir sjóndeildarhringinn, en skildu eftir sig
tvær reykrákir. Elisabeth hugsaði með sér:
„Auðsjáanlega vita þau ekkert af því,
hvernig hér er ástatt.“
Þegar Elisabeth kom aftur að togaran-
um, Peel 12, röðuðu fiskimennirnir sér
við öldustokkinn og hrópuðu húrra fyrir
henni og þremenningunum. Þeir, sem
björguðust, voru teknir upp í togarann,
sem lá kyrr.
Bátur Holbourns, prófessors, kom líka
að togaranum og jók á farþegafjöldann,
sem þegar var orðinn ærinn. Holbourn
hjálpaði konunum ofan í fiskilestarnar,
þar sem þegar var aragrúi manna fyrir.
Hann fór sjálfur aftur upp á þilfar og
sat þar skjálfandi.
Loks lagðist dráttarbáturinn Stormcock
upp að hlið Peel 12, enda var ástand
sumra skipbrotsmanna þar um borð orðið
ærið ískyggilegt. Áhöfnin á þessum báti,
sem var frægur fyrir þá aðstoð, sem hann
hafði veitt Austra hinum mikla, sæstrengs-
skipinu, tafðist nokkuð við að ná um borð
karli og konu, sem héldu sér uppi á léleg-
um fleka.
W. E. G. Jones, þriðji rafvirki á Lusi-
taníu, maður, sem aldrei hafði synt um
æfina, hafði haldið sér uppi á ýmsu braki,
þangað til hann sá stóran trékassa fljóta