Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 33

Nýtt S.O.S. - 01.06.1958, Síða 33
Nýtt S. O. S. 33 sveipaður teppi, kaldur, uppgefinn, lam- aður af þeim ógnum, sem yfir höfðu dun- ið. Gylltu borðarnir höfðu bjargað honum. Glöggskyggn sjómaður á Bluebell hafði séð glitra á þá, eftir að hann hafði verið í sjónum í þrjár klukkustundir. Jack Roper, háseti hans, hafði aðstoðað hann síðustu mínúturnar. Bestic, yfirmaður, sat við hliðina á Turner, jafnþögull og hann. Einkennis- liúningur hans hafði líka bjargað honum. En það var nýi búningurinn, sem hann ætlaði að fara úr, áður en hann færi ofan í farangursgeymsluna. „Bissit,“ eins og Turnar kallaði hann jafnan, komst um borð með lífsmarki. Mafði hann þá haldið sér uppi á lífbáti á livolfi, hálfbrotum fleka og loftkútum. Einn farþeganna ávarpaði Turner, skip- herra. Það var kona, sem hafði setið hljóð framarlega í káetunni. Með hógværri röddu, næstum tilfinningalausri, ásakaði hún hann fyrir „skipulagsskort og aga- skort“ á Lusitaniu. Skömmu áður hafði hún sagt öðrum ká- etufélögum frá því, hvernig henni hafði verið skipað að setja litla drenginn sinn upp á fleka. Hún gerði það, en þá hvolfdi flekanum. Drengnum hennar skaut aldrei upp. „Dauði hans var óþarfur," sagði hún við T urner. Undir myrkur var allur flotinn, sem aðstoðaði við björgunina, kominn á stað- inn. Hann dreifði sér um hafið undan Kinsale eins og humarbátar, sem huguðu að netum sínum milli klettanna. Það var ógerlegt að lýsa bátunum né heldur kasta á þá tölu. Þar voru tveir eða þrír árabát- ar með ræðurum frá minnsta fiskiþorp- inu. Þar voru hafnarferjur og togarar og skip, stærst gríska strandferðaskipið Kater- ina — skipstjóri þess sýndi furðulegt hug- rekki í því að vera þarna — og gömul herskip, svo sem Juno, sem tók upp nokkra skipbrotsmenn með lífi, áður en það hraðaði för sinni í höfn. Skipstjórinn á Bluebell kom að máli við Margaret Mackworth og spurði hana, hvort hún væri tilbúin að ganga á land. Hún var allt 1 einu gripin kvenlegri blygðun og æpti upp, að hún hefði ekk- ert nema þetta litla teppi til að hylja nekt sína. Hún gæti samt komizt af, ef hún fengi nokkrar öryggisnælur. Sjómennirn- or ráku upp skellihlátur. Einhver kom með yfirhöfn, stóra og hlýja. Hún færði sig í liana og inniskó skipstjórans og gekk ofan landganginn. Það reyndist erfiðara en hún hafði haldið. „Eg hlýt að hafa verið mikið dösuð,“ sagði hún, „þvf að ég varð að leggjast nið- ur á hendur og fætur og skríða á fjórum fótum. Faðir minn beið á bryggjunni." Tumer, skipherra, sem enn var vafinn í ábreiðu eins og alvarlegur, gamall Indí- ánahöfðingi, sást, er hann gekk niður. Nokkur fagnaðaróp bárust frá bæjarbúum. Frost, ræðismaður, beið á bryggjunni. Hann var skelfingu lostinn yfir því, sem hann sá. Hann segir svo frá: „Við sáum skuggalega fylkingu björgun- arskipanna, er þau lögðust að bryggju og skiluðu af sér lifandi og dauðum þessa nótt í flöktandi gasljósunum á bryggjunum í Queenstown. Skipin fóru að koma upp úr klukkan 8 og komu með stuttu millibili til klukkan n. Hvert skipið á fætur öðru kom út úr myrkrinu, og stundum sáust tvö eða þrjú saman bíða eftir því að kom- ast að til að losa sig við særðar, skjálfandi konur, slasaða menn hálfklædda, og fáein börn með starandi augu . . .

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.