Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Page 23

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.05.1940, Page 23
ÞJÓÐIN 19 Theodor Einarsson : S j ó m e n n. Kvæði flutt á afmæli skipstjórafélagsins Hafþórs á Akranesi. Við hyllum þær Akraneshetjur í kvöld, sem helga sér starfið á sænum, því þær hafa borið þann skærasta skjöld, sem skín eins og sól yfir bænum. Allir, sem stunda hinn erfiða sjó, er einmitt sú stétt, sem er sjálfri sér nóg. Sjómenn! Þið islenzkn ættjarðargoð, sem ört hlýðið skyldunnar kalli, og haldið á djúpið á hamingjugnoð, þótt holskeflur risi og falli. Þið eruð líf okkar lands, okkar þjóð, þið lifið sem hetjur með sjómannsins blóð. Þið vitið það, sjómenn, að skipið er skel, sem skelfingar ógnum er vafið. Ef guð er í stafni, þá gengur allt vel í gæfunnar leit út á hafið. Það helgasta takmark, sem hæst verður sett, er hreysti þín, íslenzka sjómannastétt. jiessum öðrum verkalýðsdegi sínum fyrirboði um sannan og samhentan með frjálsum huga, óska honum verkalýðsdag alls verkalýðsins. góðs gengis og vona, að hann verði --------^---------------

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.