Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 7
Stefnir]
Frá Englandi.
517
ið var að enda í svip. Hann sagði
þar, að ástandið væri alvarlegt,
og það myndi kosta mikla sjálfs-
afneitun og harkaleg átök að rétta
hag þjóðarinnar við. En frá slik-
um aðgerðum mætti nú ekki leng-
ur kvika. Þótti mörgum, sem nú
myndi draga til tíðinda nokkurra.
Ákveðið var að þingið kæmi sam-
an aftur 8. sept.
Agreiningur milli flokks og
stjórnar.
Stjórnin tók nú að undirbúa
tillögur sínar, og voru þær mót-
aðar að mestu eftir tillögum
uefndarinnar. En nú varð þess
vart, að verkamannaflokkurinn
var ekki alveg á þeim buxunum,
að vilja snúa við á óheillabraut-
inni. Minni hluti nefndarinnar,
sem mun hafa verið einn maður
aðeins, taldi óhætt að halda á-
fram óhikað eins og áður og
legfrja bara á nýja og nýja
skatta, og á þetta virtist verka-
mannaleiðtogunum yfirleitt lít-
ast miklu betur.. Og sérstaklega
mátti ekki nefna að lækka at-
vinnuleysisstyrkina.
Þegar till. stjórnarinnar voru
hornar undir miðstjórn verka-
mannaflokksins, snerist hún ein-
dregið á móti. Voru þær að lok-
am felldar þar 21. ágúst.
Nú var þá ekki nema um
tvennt að velja fyrir þá Snow-
den og MacDonald. Annað var
Stanley Bcudwin.
það, að láta undan flokksvilj-
anum og hætta við tillögurnar,
láta reka á reiðanum áfram og
reyna að fleyta sér með nýjum
skattaálögum. En hitt var að