Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Blaðsíða 9
Stefnir]
Frá Englandi.
519
lyndir á móti því, af því að þeir
sáu að aðstaða þeirra myndi
verða erfið, einkum ef kosið væri
um tollastefnuna. Hafa þeir
klofnað mjög í þeim málum. En
samvinna var gjörð með banda-
mönnunum um gætilega af-
greiðslu fjárlaganna.
Inn í þetta starf kom svo allt
í einu, eins og þruma úr heið-
skíru lofti, sú fregn, að Eng-
landsbanki hefði orðið að beið-
ast heimildar til þess að hætta
gullinnlausn.
Verður nú að hvSrfa að því
máli um stund.
Orsakir gengisfallsins.
í London er á hverjum tíma
afar mikið af erlendu fé, sem
stendur þar á lágum vöxtum og
með þeim skilmálum, að grípa
má til þess þegar eigandinn þarf
á að halda. Þetta er afleiðing af
þeirri aðstöðu, sem London hef-
ir haft sem nokkurskonar mið-
stöð fjármálanna í Evrópu.
Þetta fé hafði nú verið að
töluvert miklu leyti fest í löhg-
um lánum til Þýzkalands. Á
venjulegum tí'mum er þetta
hættulaust, því að fjárhæðin
helzt mjög lík þó að miklar
hreyfingar sé á peningunum.
En nú brá út af þessu. Krepp-
an og hrunin í Þýzkalandi fyr
á árinu gerðu það að verkum,
að þeir, sem peninga sína áttu
Sir Herbert Samuel.
í London, og vissu um það, að
Englendingar höfðu fest stórfé
í Þýzkalandi, fóru að litast um
eftir öðrum og tryggari geymslu-
stöðum fyrir fé sitt, en London.