Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 14

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 14
524 Frá Englandi. [Stefnir dýrtí'ð í hverju landi stuðlar að lággengi myntarinnar, ef ekki eru aðrar ráðstafanir gerðar. Er enginn vafi á, að það er þetta, sem veldur mjög miklu um fall pundsins enska. í Eng- landi er yfirleitt dýrtíð. Ótti um allan heim. Þegar á þetta er litið, að pund- ið enska, sem er aðal-verðmæli- kvarði í viðskiftum Evrópuþjóða, missir allt í einu jafnvægið og fer að velta, þá var ekki furða, þó að ótta slægi á flesta. Öfl þau, sem ákveða verð pundsins, eru svo mörg og dul- in, að enginn gat sagt um það, hvert þetta stefndi. Hvers virði var pundið, þegar það var ekki lengur þess virði, sem á það stóð letrað? Þetta var það vandamál, sem var efst í hug- um manna, og er það enn. Fyrst í stað verkaði fregnin um það, að Englandsbanki hefði hætt gullinnlausn, eins og reið- arslag. Kauphöllum var lokað. Enginn þorði að kveða upp úr. Viðskifti voru lömuð. — Pundið féll þegar í stað í New York. Og þegar viðskifti hófust aftur, var pundið alls staðar fallið. — Norðurlöndin héldu fyrst dauða- haldi í gullverð mynta sinna. Is- land var eina landið, sem fylgdi pundinu mótspyrnulaust. Og hin Norðurlöndin hafa þokast í átt- ina, fyrst treglega og svo öi’ar. Hvað um þetta verður, er ekki unnt að segja að svo stöddu. — Pundið er, þegar þetta er íútað, mjög óstöðugt, sveiflast upp og niður. Enginn veit — að minnsta kosti ekki út í frá — svo mikið sem það, hvað þessu veldur. Er ekki einu sinni hægt að vita með vissu, hvaða aðstöðu Englending- ar sjálfir hafa, því að þar kemur mai’gt til greina. Ahrif á stjórnmál Englands. Að fá þetta, stöðvun gullinn- lausnar og gengisfall pundsins yfir sig, einmitt þegar stjórnmála hringiðan var sem mest, vii’tist æði örlagaríkt fyrir ensku þjóðstjórn- ina. En í í’aun og veru er ekki ó- sennilegt, að henni hafi orðið að því styrkur, frekar en hitt. Ekkert gat betur sýnt og sannað, hvern- ig komið var um fjármál Eng- lands. Nú gat allur almenningur séð, að það var ekki af neinni hótfyndni, að þeir McDonald og Snowden lögðu svo mikla áhei’zlu á sparnað og gætni í afgreiðslu fjárlaganna. Á hinn bóginn mátti það virð- ast dálítið hart, að pundið skyldi

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.