Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 21
Stefnir]
Kosningatilhög-un frændþjóðanna.
531
annara rílcja. En neðri málstofan
(andra kammeran) er hið eig-
inlega þjóðþing.
1 efri málstofunni eiga sæti
150 þingmenn, kosnir til 8 ára.
Þeir eru kosnir með hlutfalls-
kosningu í 19 kjördæmum, sem
skift er í 8 hópa, og fer fram
kosning í einum hópi kjördæma
hvert ár, þannig að nálægt Vs
hluti málstofunnar endurnýjast
árlega. Atkvæðisrétt við þessar
kosningar hafa meðlimir „lands-
þinganna" (lénsþinganna), sem
«ru héraðsstjórnir, í líkingu við
sýslunefndir hér (eða þó öllu
heldur í líkingu við amtsráðin,
sem hér voru áður fyr). Stærstu
borgirnar, sem eru utan við skift-
ingu landsins í lén, kjósa sér-
staka kjörmenn til þess að taka
þátt í kosningunum ásamt með
íandsþingunum.
Aðferð sú við hlutfallskosn-
ingar, sem notuð er í Svíþjóð, er
kennd við T h i e 1 e og ofurlít-
ið frábrugðin d’Hondts aðferð-
inni, sem hér er notuð, en virð-
ist þó gefa sömu niðurstöðu i
aðalatriðinu, sem er útreikning-
nr á því, hve margir séu kosnir
af hverjum lista. Sem dæmi upp
á þessar kosningar til efri mál-
stofu í Svíþjóð, skal eg skýra frá
kosningunni í Östergötlands-léni
og Norrköping borg árið 1924.
Kjörmenn voru lénsþingmenn-
irnir, 55 að tölu, og 12 kjörmenn
frá Norrköping, alls 67. Af þeim
voru:
21 hægrimenn,
13 bændaflokksmenn,
3 ,,liberalir“.
Þessir 37 sameinuðu sig um
einn kosningalista. — Ennfremur
voru:
28 sósíalistar,
2 frjálslyndir.
Þessir 30 sameinuðu sig um
annan lista. Kjósa átti 8 þing-
menn, og kom hvor listi 4 að.
Kosningu hlutu 2 hægrimenn, 2
bændaflokksmenn, 3 sósí'alistar
og 1 frjálslyndur. Það er at-
hugavert, að sósíalistar geta ekki
náð nema 3 sætum út af fyrir
sig. En tveir frjálslyndir til við-
bótar nægja til þess að tryggja
listanum 4. sætið, og þessa að-
stöðu hafa hinir 2 frjálslyndu
kjörmenn getað notað til þess að
ná sér í eitt þingsæti. En ,,libe-
ralir“ hafa ekki sömu aðstöðu
sín megin, og fá ekki heldur
neitt sæti.
Við kosningar til neðri mál-
stofu er landinu öllu skift í 28
kjördæmi. Fólkfæsta kjördæmið
34*