Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Qupperneq 22
532
er eyjan Gotland, sem liggur
alveg út af fyrir sig og kýs 3
þingmenn. Hin kjördæmin kjósa
frá 6 til 16 þingmenn hvert.
Þingmannatala hvers kjördæmis
er þó ekki lögókveðin, heldur er
hún algjörlega háð fólksfjöldan-
um. Tala þingmanna er 230, og
kosið er til fjögurra ára. Fyrir
hverjar kosningar er gefin út
konungleg auglýsing um það, hve
marga þingmenn hvert kjördæmi
skuli fá, miðað við fólksfjölda í
kjördæminu í ársbyrjun. Þannig
kom t. d. við kosningarnar í
sept. 1924 einn þingmaður á
hverja 26.112 íbúa. í þetta sinn
bættu þrjú kjördæmi við sig ein-
um þingmanni hvert, vegna fólks
fjölgunar, en þrjú kjördæmi
misstu einn þingmann hvert. —
Auðvitað getur íbúatala á hvern
þingmann ekki orðið alveg hníf-
jöfn innan þessara mörgu kjör-
dæma, en munurinn er í þetta
sinn ekki meiri en svo, að utan
Gotlands komu mest 28.004 í-
búar og minnst 24.733 íbúar á
hvern þingmann. Fjölmennasta
kjördæmið var höfuðborgin,
Stockholm, með 16 þingmenn og
26.863 íbúa á hvern þeirra. Jafn-
rétti borgaranna, hvar sem þeir
eru búsettir í landinu, er þannig
tryggt svo rækilega sem sam-
[Stefmr
rýmst getur nokkurri kjördæma-
skiftingu.
Innan hvers kjördæmis er kos-
ið með hlutfallskosningu. Til-
högunin veitir hverjum einstök-
um kjósanda víðtækan rétt til
þess að láta afstöðu sína ná-
kvæmlega í ljósi. Fyrir utan
þann sjálfsagða rétt, að gefa
þeim flokki atkvæði sitt, sem
hann helzt vill styðja, er honum
einnig heimilt að tiltaka hvaða
undirflokk (underparti, fraction)
hann kýs, ef mismunandi stefn-
ur eru til innan sama flokks^
Getur þetta haft áhrif á skipun
þingsætatölu innanflokks, en
breytir engu um útreikninginn á
þingsætatölu aðalflokkanna. —
Ennfremur geta skyldir aðal-
flokkar sameinað sig um fram-
boðslista í þeim kjördæmum, er
hentugt þyki.
Við slíkar hlutfallskosningar
í afmörkuðum kjördæmum fer
ávallt eitthvað af atkvæðum til
ónýtis. Flokkur, sem er of fá-
mennur í einu kjördæmi til þess
að koma manni að, og er ekki í
kosningabandalagi við neinn ann
an flokk, glatar atkvæðum sín-
um. Einnig má segja, að flokkur,.
sem kemur fleiri eða færri fram-
bjóðendum að, glati þeim at-
kvæðum, sem hann hefir um-
Kosningatilhögun frændþjóðanna.