Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 24

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 24
534 Kosningatilhögun frændþjóðanna. [iStefnir færi eða sviftir mannorði vegna refsidóms. 3. Kosningatilhögun Norðmanna. Þar er stórþingið kosið í einu lagi, og eru þingmenn 150. Landinu er skift í 29 kjördæmi alls með 3 til 8 þingsætum í hverju, og er kosið með hlut- fallskosningum í hverju kjör- dæmi fyrir sig. Kjördæmaskiftingin er sér- kennileg að því leyti, að sveit- irnar eru í kjördæmum út af fyrir sig, 18 að tölu, og kjósa samtals 100 þingmenn. Af kaup- í sveitum 2050582 manns, eða í kaupstöðum 758985 — — Sé miðað við kjósendatölu verður misræmið heldur minna, því að í sveitum komu 10904 kjósendur á þingmann, en í kaup stöðum 9230. Virðist við skift- inguna vera gjört ráð fyrir því að fólksfjöldinn sé í meiri vexti í kaupstöðum en í sveitum, enda mun svo vera, og jafnast þá þetta misræmi á nokkrum ár- um. í langflestum sveitakjördæm- unum er íbúatala á þingmann nálægt meðaltali allra sveitanna, þ. e. kringum 20 þús. Þó eru til fáeinar undantekningar, þar sem stöðunum eru svo tvær stærstu borgirnar, Oslo og Bergen, kjör- dæmi hver fyrir sig, en annars eru kaupstaðir úr einu eða tveim- ur eða þremur fylkjum hópaðir saman í kjördæmi. Verða kaup- staðakjördæmin á þennan hátt alls 11 og kjósa 50 þingmenn. Við skiftingu þingsætanna milli sveita og kaupstaða hefir sjáanlega verið tekið tillit til fólksfjölda eða kjósendafjölda, en þó er heldur hallað á sveit- irnar. Samkvæmt manntali lr des. 1930 voru: 20506 íbúar á hvern þingmann. 15180 - - - - íbúatala á þingmann liggur all- fjarri þessu meðaltali. Fámenn- asta fylkið er Finnmörk, með 44356 íbúa og 3 þingmenn, eða tæp 15 þús. íbúa á þingm. Á- stæðan er hér auðsæ, ekkert kjördæmi er látið hafa færri en 3 þingmenn, til þess að hlut- fallskosningin geti notið sín þol- anlega. I tveim öðrum fylkjum, sem hafa 4 þingmenn hvert, eru ekki heldur nema 15 til 16 þús. íbúar á þingmann. Aftur eru í fjölmennasta fylkinu (Akers- hus) rúml. 33 þús. íbúar á þing- mann.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.