Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 27
Stefnir]
Kosmng-atilhögun frændþjóoanna. 537
þingmenn að viðhöfðum hlut-
fallskovsningum í hverju kjör-
<læmi fyrir sig. Af þessum kjör-
dæmum koma þrjú, er nefnast
„Storkredse", á höfuðstaðinn
(Khöfn og Frederiksberg), og
kjósa 6 þingmenn hvert, eða alls
18 þingmenn. Utan höfuðstaðar-
ins fellur kjördæmaskiftingin
saman við skiftingu landsins i
ömt, nema hvað ömtin í Suður-
Jótlandi eru saman í einu kjör-
dæmi, og nefnast þessi kjör-
dæmi ,,Amtskredse“. Af þeim
koma 9 á eyjarnar, og- kýs eitt
þeirra (Bornholm) 2 þingmenn,
en hin 4 ti! 7 þingmenn, alls 41
þingmenn fyrir eyjarnar. Loks er
•Jótlandi sgift í 11 ,,Amtskredse“,
og kýs eitt þeiiTa 3 þingmenn
(Thisted Amt), en hin 4 til 7
þingmenn hvert, samtals 58
þingmenn. En til þess að jafna
það misræmi milli flokka, sem
kann að koma fram við hlut-
fallskosninganiar í þessum kjör-
dæmum, koma svo til viðbótar
31 uppbótarþingsæti. Þeim er
skift milli þingflokkanna eftir
atkvæðatölum þeim, sem fallið
^afa á frambjóðendur hvers
flokks í landinu alls, eftir þann-
ig löguðum reglum, að hver flokk-
oi* fái hlutfallslega þá þingsæta
"töhi, sem honum ber eftir at-
kvæðamagni, að því leyti, sem
tala uppbótarþingsætanna nægir
til þess að jafna misfellur þær,
sem verða milli flokkanna eftir
hinar eiginlegu hlutfallskosning-
ar í kjördæmunum. Kosningu
sem uppbótarþingmenn hljóta
þeir frambjóðendui' úr hverjum
flokki, sem hafa staðið næst því
að ná þar kosningu og er svo
ákveðið, að 6 þeirra skuli vera
úr hópi frambjóðenda í höfuð-
staðnum, 10 úr eyjaömtunum og
15 úr józku ömtunum.
Hverju kjördæmi (Storkreds
og Amtskreds) er skift í fram-
boðsumdaemi, jafn mörg og þing-
menn þeir eru, sem kjósa ber
með beinum hlutfallskosningum
í hverju kjördæmi fyrir sig. —
Þessi skifting í framboðsumdæmi
fellur saman við skiftingu þá í
einmenningskjördæmi, sem \or
áður en Danir gjörbreyttu lcosn-
ingalögum sínum árið 1920. Sér-
hver frambjóðandi verður að
bjóða sig fram í einu eða fleir-
um framboðsumdæmum. í hverju
framboðsumdæmi er kjörstjórn,
sem tekur við framboðunum og
annast allan undirbúning kosn-
ingarinnar. Sérhver fi'ambjóð-
andi verður að tilgreina til hvaða
flokks hann telji sig, eða hvaða
flokk hann styðji, eða hvort