Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 32

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 32
542 Kosningatilhögun frændþjóðanna. [Stefnii og Danir, lögleitt hjá sér þessa kosningatilhögun, sem Hannes Hafstein vildi innleiða hér. Svíar tóku hana fyrst upp 1909, en kjördæmin voru svo mörg, 56 alls fyrir 230 þingmenn, að þótt hlutfalskosning væri innan hvers kjördæmis, þá náðist ekki nægilegt flokkslegt réttlæti. Þeir fækkuðu kjördæmunum 1921 niður í 28. Fólksfjöldinn er lagður til grundvallar við á- kvörðun fulltrúatölu hvers kjör- dæmis. Þetta eru nákvæmlega sömu grundvallarreglur og frum- varp H. Hafsteins var byggt á. Norðmenn settu sín hlutfalls- kosningalög árið 1919, og hafa vikið dálítið frá reglunni um að fulltrúatala kjördæma sé í réttu hlutfalli við fóíksfjölda. Höfuðstaðurinn fær ekkj þá fulltrúatölu, sem honum ber eft- ir fólksfjölda, en fámennari kaupstaðakjördæmin fá tilsvar- andi uppbót á sinni fulltrúatölu. Þéttbýlasta sveitafylkið fær ekki heldur fulltrúatölu eftir fólks- l'jölda, en þeirrar uppbótar njóta fámennustu sveitafylkr:. En að þessum undantekningum frá- töldum miðast fulltrúatala nokk- urnveginn við fólksfjölda í hverju kjördæmi. Danir hafa al- veg vikið frá reglunni um hlut- fall fólksfjölda og fulltrúatölu, en þeir gera atkvæðisrétt borg- aranna alveg flokkslega jafnan með uppbótarsætum ofan á hlut- fallskosningu kjördæmanna. Og þeir hafa varðveitt mjög mikið úr hinni eldri kosningatilhögun með því að láta gömlu kjördæm- in halda sér sem framboðsum- dæmi með sérstökum kjörstjórn- um og þar með áhrifavaldinu a það, hverjir verði í kjöri. Engin kosningatilhögun er al- veg gallalaus. í öllum löndum, sem byggja stjórnarskipun sína á lýðræðisgrunvelli og þingræði, hafa menn rekið sig á sömu vandamálin, sem ráða þurfti fram úr til þess að fá viðunandi réttlæti og hagkvæmni í skipun löggjafarþinganna. — Allsstaðar hafa menn orðið að leggja ósk- irnar og kröfurnar á metaskál- arnar, og koma sér saman um einhverja þá úrlausn, sem sam- rýmst gat grundvelli lýðræðis- ins og tekið svo mikið tillit til staðhátta og sérstakra óska, sem fært þótt án þess að yfirgefa sjálfan grundvöllinn. — Víðast hvar, og einnig hjá frændþjóðum vorum, hefir farið fram ýtar- leg rannsókn og nákvæm yfir-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.