Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Qupperneq 44
554
Framfarir 1 símamálum.
[Stefnir
í símanum, var í raun og veru
„New YorJc Telephone Company“.
Annað verkfæri tekur svo móti
vitleysunni og færir í samt lag. Sé
nú talað þráðlaust, eru þessi verk-
færi ágæt. Aðrir sem hlusta, heyra
ekkert annað en vitleysu, en þeir
sem hafa samstillt áhöld, tala
saman, án ])ess að verða nokk-
urs varir.
Hljóðnema hefir félagið nú bú-
ið til, sem er svo lítill og næmur,
að ræðumaður getur haft hann í
vestisvasa sínum meðan hann tal-
ar. Er hann þá laus við að hafa
fyrir framan sig stöng eða grind
með hljóðnema, sem ýmsum ræðu-
mönnum fellur illa. Þessi litli
hljóðnemi er svo í sambandi við
áhöld, sem auka hljóðmagnið og
veita því í gellina. Þannig getur
ræðumaður talað með ógnarrödd,
sem tugir þúsunda heyra, án þess
að nokkur sjái, hvernig það má
vera. -—
Eitt merkilegasta áhaldið er þó
„tilbúni málrómurinn" eða „radd-
böndin“ eða hvað maður- á að
kalla það. Félagið lét vísindamenn
sína starfa að þessari uppgötvun
að beiðni lækna. Verkfæri þetta
gefur beinlínis mállausum málið.
Lungun leggja til vindinn, tunga
og varir mynda orðin, en verk-
færið leggur til hljóðið. Fyrst í
stað gaf það einn tón aðeins. Nú
gefur það heila áttund. Málróm-
urinn kvað vera furðanlega góð-
ur, og að minnsta kosti vel not-
hæfur. Verkfæri þetta selur fé-
lagið fyrir það verð, sem kostar
að búa það til, en það er 27 doll-
arar. Nokkur hundruð af þeim.
eru nú í notkun.
Eftir því sem Bell-félagið bæt-
ir við nýjum áhöldum og umbót-
um, fer kostnaðurinn fyrir síma-
notendur niður. Viðtalsbil milli
New York og San Francisco var
fyrir 3—4 árum 16.50 dollarar
en er nú 9 dollarar. Viðtalsbil milli
New York og Chicago hefir á
]>essum sama tíma verið lækkað
úr 4.65 í 3.00 dollara.
En ríkisreknu símarnir, þessar
ágætis stofnanir og þjóðþrifa-
fyrirtæki, sýna litlar framfarir.
Og þegar bæta á um útbúnað, er
um að gera að hækka allt af verð-
ið. Það er í svo mörg horn að líta
hjá stjórnunum, og allt af vantar
peninga í ríkissjóðina. Rekstur-
inn er „forsvaranlegur“ og gjöld-
in há. —
Það er ekki furða, þó að stefnt
sé að ríkisrekstri á sem flestu..