Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 46
556
íslendingar í Danmörku.
[Stefnir
Haraldur Sigurðsson.
Anna Borg.
Guðmundur Kamban.
ei mannfróður í bezta lagi, og
mun hafa um talsvert langt skeið
safnað til sögu íslendinga í
Danmörku. Eða að minnsta kosti
virðist ekki annað hugsanlegt
þeim, er les bók hans um þetta
efni. Þar er svo mikill og dreifð-
ur fróðleikur saman kominn, að
'óhugsandi er, að því hafi verið
safnað á skömmum tíma. — Er
bókin 254 bls. og hlaðin æfiá-
gripum. Skiftir höf. fólki þessu
eftir lífsstöðu, og eru kaflarnir
þessir: I. Andlegrar stéttar menn.
II. Lagamenn. III. Læknar. IV.
Skólamenn. V. Aðrir vísinda og
fræðimenn. VI. Skáld og lista-
menn. VII. Hermenn, skrifstofu-
og sýslunarmenn. VIII. Iðnaðar-
menn. IX. Kaupmenn og sigl-
ingamenn. X. íslenzkar konur.
— Má af þessu yfirliti sjá, að
íslendingar í Danmörku hafa
ekki verið við eina fjölina felld-
ir.
Er yfirleitt gaman að sjá, hve
prýðilega íslendingar hafa kom-
ist til manns í Danmörku. Þeir
hafa þar áreiðanlega staðist sam-
keppnina. Margir þeirra hafa
komist til auðSj og valda, stundað
vísindi og listir og orðið frægii’
menn. Væri gaman að nefna hér
dæmi, en rúmið leyfir ]*eð ekki.
Verða menn að fá sér bókina
og lesa sjálfir.
Bókin er prýdd sæg mynda
(148), og hefir höf. lánað Stefni
nokkrar, sem sýnishorn.
Stefnir mælir hið bezta með
þessari stór-fróðlegu bók. Hver
sem hana eignast mun oft vilja
til hennar grípa. Hún verður
ekki dauð byrði í bókaskápn-
um.
M. J■