Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 55

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 55
HVERNIG Á AÐ SÆTTA FJÁR- MAGN OG VINNU. Kenningin um starfsmannahiutdeild. Eftir Magnús Jónsson. Inngangur. í atvinnulífi nútímans eru tvö stórveldi komin á öndverðan meið, fjármagn og vinna. Og þar sem þessi stórveldi eru hvorki meira né minna en allur „atvinnu-heimur- inn“, ef svo mætti að orði kveða, þá má geta nærri, að þetta ástand er æði aivarlegt. Er bezt að gera sér það ljóst þegar í upphafi, að lausn þessa vandamáls er eitt að- al viðfangsefni þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, c?g meðan ekki verður komið sáttum þar á milli, er víst, að hver ógæfan rekur aðra. Vér höfum nú nýlega séð eina slíka ógæfu dynja yfir, verðfall pundsins enska og þeirra annara gjaldeyra, sem það hefir dregið með sér, og þar á meðal okkar eig- in íslenzku krónu. Það má að sjálf- sögðu benda á hinar og þessar á- stæður fyrir lækkun pundsins, án þess að nefna fjármagn og vinnu, en eg hygg þó, að nákvæm rann- sókn muni ávallt fá þá niðurstöðu, að það sé þessi andstæða, þessi styrjöld, sem hefir valdið því. .— Pundið gat ekki haldizt, af því að til þess hefði þurft samtök fjár- magns og vinnu, og vinnan fékkst ekki til þess. — Fall pundsins er svarið. Ef ekki er hægt að komast að samkomulagi um tölu pund- anna, þá verður að ná sömu nið- urstöðu með því að breyta verði pundsins. Sama er að segja um okkur og okkar gjaldeyri. Söguleg drög. Höfundar þeirrar þjóðmegun- arfræði, sem ofan á hefir verið nú um all-langt skeið, byggði all- ar sínar kenningar á þeirri meg- in setningu, að í frjálsum viðskift- um gerði einstaklingurinn, óafvit-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.