Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Síða 56
566
Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu?
[Stefnir
andi og í eigin þágu það, sem væri
þjóðfélaginu fyrir beztu. Áður
höfðu menn haldið, að öllum við-
skiftum yrði að stjórna með eilíf-
um reglum og hundakúnstum af
hálfu þess opinbera, annars færi
allt norður og niður. Allt var því
fullt af lögum og reglugerðum.
Einokunarverzlunin var einn af á-
vöxtunum, og þó ekki nema einn
af þeim, því að allt var mjög heft
og bundið. En nú skifti um. Og
hin meistaralega regla sýndist
ætla að leysa allar þrautir. Láta
einstaklingana hafa sem allra
bezt olnbogarúm. Láta sjóvetl-
ingatök ríkisvaldsins koma sem
allra minnst nærri verzlun og við-
skiftum. Þetta voru herópin, og
undir þessu herópi gerði mann-
kynið einhverja þá hörðustu sókn
á vígi fátæktar og vesaldóms, sem
við höfum sögur af. Gróða og
framalöngun manna er eitt hið
sterkasta afl, og ef því er sleppt
lausu á eitthvert verkefni, sem á
við það, er ekki hætta á að því
skili ekki áfram. — Nýjar leiðir
voru farnar, nýjar aðferðir fundn-
ar, nýir markaðir leitaðir uppi og
unnir með góðu eða þá með illu.
Allt virtist ætla að rætast. Auð-
ur þjóðfélaga jókst svo, að slíks
höfðu engin dæmi verið jafnhliða
því, að emst'’ brutust á-
fram í gróðanum. Frjálsa sam-
keppnin neyddi alla til ýtrustu
átaka og tryggði neytöndum rétt-
ar vörur fyrir rétt verð. Það var
eins og stutt hefði verið á leyni-
fjöður, og þessi leynifjöður var
einstaklingsframtakið.
En enginn sér mjög langt fram
í tímann, og reynslan hefir sýnt,
að ekkert er svo algilt, að það
standist til lengdar, án verulegra
viðbóta og lagfæringa. Vélaöldin
mikla hélt inm-eið sína og allur
iðnaður gerbreyttist. — Lögmál
gömlu hagfræðinnar stóðu að
vísu í góðu gildi eins langt og
þau náðu, en þau náðu ekki nógu
langt. Þau gerðu ekki ráð fyrir
þessum ósköpum. Einstaklings-
framtakið varð hættulegt á svið-
um, sem ekki voru til, þegar Ad~
am Smith var uppi. Verkafólk,
sérstaklega konur og börn, var
hneppt í nokkurskonar þrældóm
í verksmiðjum, og kröftum þeirra
og heilsu misboðið og ofboðið. —
Þar varð að grípa inn í. Það sem
einstaklingnum var fyrir beztu
varð ekki í þessu efni þjóðfélag-
inu fyrir beztu. — Þá fór og
frjálsu samkeppninni að verða
hætt. Hún hélt að vísu sínu fulla
gildi, en það var reynt, að það fór
að takast, að gera hana nafnið
tómt með stórkostlegum samtök-