Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 60
570
Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu?
[Stefnir
er búið að lækna það. En eg er
hiklaust á þeirri skoðun, sem
Erasmus frá Rotterdam lét í ljós
á siðaskiftatímunum, að lækning
beri að beita meðan þess er kost-
ur. —
Ef litið er á málið, sést líka,
að í raun og veru stendur hin
gamla klassíska hagfræði i fullu
gildi. Enn er frjáls samkeppni
einhlít til þess, að tryggja mönn-
um rétt verð á vöru,- ef hún fær
að njóta sín. Enn er arðs- og
gróðavon þeim sjálfum til handa,
hvassasti spori á framtak manna.
Enn má segja, að einstakling-
anna hagur sé ríkisins hagur. En
það eru komnar snurður á þenn-
an þráð, snurður, sem ótrúlegt
má virðast, ef ekki er hægt að
koma af, ef nokkur vilji, vit og
sanngirni er til í mönnum, eða
jafnvel bara ef vitið er í lagi hjá
þeim, sem fjármagninu ráða, svo
að þeir sjái hættuna. Vinnan og
fjármagnið verða að sættast,
ekki upp á það, að annað gefi
hinu neitt, heldur upp á það, að
bæði græði, því að öðru er ekki
að treysta en löngun manna að
komast af. —
í allra þágu verður að sjá svo
um, að einstaklingsframtakið
rýrni ekki. Heldur ætti að herða
á því, með því að færa kvíar
þess út. En bardagann milli fjár'-
magns og vinnu á að stöðva, með
því að gera bardagaefnið að engu.
Þá hættir hann, eins og vatn
stöðvast ef hallinn hættir. Það
var alsiða hér áður, að sefa ófrið
milli kónga með því að gifta sam-
an börn þeirra. Þetta gat stund-
um gefist vel. Það er alls ekki
ómögulegt, að gera mætti eitt-
hvað svipað hér. Fulltrúar vinn-
unnar, starfsmennirnir, og full-
trúar fjármagnsins, eigendurn-
ir þurfa að tengjast þannig, að
þeir geti ekki barist öðruvísi en
þannig, að þeir bex’jist móti sjálf-
um sér. — En það er bezt að-
segja það strax í byrjun, að góð-
um árangri verður ekki náð
nema með nokkurskonar stjórn-
arbyltingu, að vísu alveg óblóð-
ugri, en þó þannig, að menn
verða að venja sig að nokkru
leyti á nýjan hugsanaferil, eins
og æfinlega eftir allar stjórnar-
byltingar. Hugtakið fjármagn og'
hugtakið vinna, verða að nokkru
leyti að skifta um sæti.
Tilraunir að leysa vandamálið.
Víðsýnir og vitrir fjármála-
menn hafa fyrir löngu séð, að
hér þarf aðgerða við, og þeir
hafa gert ýtarlegar tilraunir að
leysa vandamálið. — Hafa þeir