Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Side 67
Stefnir]
Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu?
577
það eru því þeir, sem. eiga að
gjalda eða njóta. Það veltur á
ákaflega miklu fyrir fyrirtækið,
hvort þeir eru ánægðir, starfsfús-
ir og áhugasamir eða ef til vill
þvert á móti. — Auðvitað geta
svo sömu mennirnir verið full-
trúar hvors tveggja og eru það
mjög oft. Þeir eiga fé sitt í fyr-
irtækinu og vinna jafnframt við
það.
Erfiðleikar að fá fé.
Meginþröskuldurinn er því sá,
að menn sætti sig ekki við þessa
hugsun, og þetta verði því til
þess, að fé fáist ekki til. fyrir-
tækjanna. Hefir það verið oi’ð-
að svo af andmælöndum, að með
þessu sé sett takmörk á arðinn
án þess að veita trygging fyrir
þeim ákveðna arði. Bankar og út-
gefendur skuldabréfa, svo sem
ríki og bæir, borgi að vísu ákveð-
inn og oftast fremur lágan arð,
en þeir veita líka frekustu trygg-
ingar fyrir því, að sá arður verði
greiddur.
I raun og veru eru þessar mót-
bárur ekki veigamiklar. Eins og
nú hagar til, er arður hluta-
bréfa ákaflega óviss, og í lang-
flestum tilfellum mættu því
hluthafar fagna þeirri breyting,
að arðurinn yrði eitthvað trygg-
ari, þó að jafnframt væri reist-
ar skorður við því, að hann færi
upp úr einhverju ákveðnu há-
marki, t. d. bankavöxtum. Og
það er alveg víst, að ekkert get-
ur þá tryggt hluthöfum arð ef
ekki sú vissa allra starfsmanna,
að á eftir ákveðinni hundraðstölu
af hlutafénu, eigi þeir sjálfir all-
an ágóðann.
Þá er og þess að gæta, að
])ó að arður af hlutafé sé aldrei
eins viss og t. d. vextir af banka-
inneign eða ríkisskuldabréfum,
þá dettur ekki heldur neinum í
hug, að ákveða hlutafjárarðinn
jafn háan. Við getum tekið til
dæmis, að. menn fái af fé á inn-
lánsskýrteini 5% og svipað af
veðdeildarbréfum eða ríkis-
skuldabi’éfum. Þá mætti ákveða
hluthafaarð t. d. 7%, og auk
þess, næst á eftir þeim arði 2—
4% áhættugjald, eftir því hvaða
fyrirtæki á í hlut. Þá er og nátt-
úrlega frjálst að ákveða, að
þegar arður er mikill skuli hluta-
bréf fá arð jafnhliða vinnuhluta-
bréfum t. d. upp að 10%. Að-
eins verður að gæta þess tvenns,
að hafa þetta fastmælum bund-
ið, og að arðsvon vinnuhlutanna
verði veruleg.
37